Gestabók
Skrifa í Gestabók
Gestir:
Bassi minn!!
Lítill fugl hvíslaði því að mér að þú ættir heiðurinn af þessari myndagleði hér á síðunni!! Frábært :) Kv, Ms Hassentbin....
Ms Hassentbin.... (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 27. feb. 2008
Snillingur!!!
Berglind mín!! var ég búin að segja þér hvað þú ert mikill snillingur :) Alveg yndislegt að fá nýjar myndir dag eftir dag!! Kv, Mrs Akkmed Hassenbin....
Akkmed Hassenbin.... (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 24. feb. 2008
Miss world 2008
Berglind ég elska þig fyrir þessar nýju myndir ;) knús og kossar til þín frá mér!!
Miss world 2008 (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 14. feb. 2008
katrín :-)
Takk fyrir frábærar myndir,kíki alltaf.Þetta er svo spennandi og framandi í meira lagi!!!!!
Katrín M Ólafsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 14. feb. 2008
Jibbý
Berglind þú ert sko alveg að standa þig!! Frábært að fá nýjar myndir ;) Love u Kv, Gurrý
Gurrý (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 11. feb. 2008
Jeminn..
..þið eruð krútt! Get a room ! Fínt að nota commentakerfið þegar söknuðurinn tekur völdinn :-) oh, hvað ég hef fullan skilning á þessu öllu saman. Svona í lokin þá veit ég ekki hvort það var skemmtilegra að lesa bloggið ykkar eða commentin í gestabókinni. You rock! Takk fyrir mig. KNÚZ
Guðrún Fríður (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 9. feb. 2008
Heimkoma
Gaman að fá að sjá myndir áfram,takk fyrir það,þetta var orðinn vani og tilhlökkun.Alveg skil ég þessar miklu andstæður sérstaklega svona snöggt,en það vorar á ný,fyrr en varir,í víðri merkingu.Velkomin heim :-)
Katrín M Ólafsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 7. feb. 2008
já en hvar er lokið.....?
Bara að spegúlera hvort þið hafið fundið lokið í farangrinum ykkar.....? Reality bite heitir næstkomandi vika hjá mér. Sakna ykkar. Er að henda inn myndum af og til, gengur MUN betur þegar lapparinn minn er á heimaslóðum. Held því áfram þannig að vinir og vandamenn, haldið áfram að kíkja á síðuna!! Berglind Lokbrá.
Áhöfn FI-1450, fim. 7. feb. 2008
Heimkoma
Hæ dúllurnar mínar, Ég er alveg sammála Gurrý, það var mjög skrítið að vakna í morgunn og sjá að hreinsunarfólkið var mætt inn í herbergið mitt, þrátt fyrir að "do not disturb" hengi enn á hurðinni. Enginn þjónn birtist þegar að ég settist við morgunverðarborðið, til þess að spyrja hvort að ég vildi kaffi eða te. En raunveruleikinn beit þó fyrst í þegar að ég gekk út um útidyrnar í mussu og táskóm og sökk upp að hnjám í snjó. sakna ykkar!!!!! knús Vilborg
Áhöfn FI-1450, fim. 7. feb. 2008
Raunveruleikinn bítur!
Elsku vinir og KUNNINGI! Úff hvað það var erfitt að borða morgunmat í morgunn og fá ekki að horfa á ykkar fögru andlit og hvað þá að heyra ekki ykkar yndislegu raddir! Þegar unglingurinn minn var búin að pirra litlu dóttur mína og hún búin að hella niður morgunmatnum og ég búin að þurrka upp mjólk og stilla til friðar þá var ég hreinlega alvarlega að spá í að stökkva bara út um gluggann og láta mig hverfa! ÚFF en þegar mér var litið útum gluggann og sá allann snjóinn hætti við það í snarhasti! Kannski að ég geti bara falið mig einhverstaðar hérna innan dyra! Ætla að nota það sem eftir lifir dags til að panta tíma hjá sálfræðing sem sérhæfir sig í aðskilnaðarkvíða og áfallahjálp, og svo er ég líka búin að fá tíma hjá talmeinafræðing! En HALLÓ!! hver pantaði allann þennan snjó!! Eftir að ég var búin að skafa af bílnum í morgun hefði ég alveg þegið "A MASSAGE" ;) Love u all! Gurrfríður
Gurrý (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 7. feb. 2008
Gunnhildur - Góða ferð heim
Hæ hæ Langaði að óska þér góða ferð heim Gunnhildur mín, ásamt ferðafélögum. Fæ mér drykk í kef í fyrramálið og skála fyrir ykkur. Knús Linda mágkona
Linda (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 6. feb. 2008
Til Hödda pabba
Hæ, pabbi ég er að verða hress enda búinn að vera í tveggja daga dekri hjá ömmu og afa. Nú ferðu að koma heim og mig hlakkar mjög mikið til. Kveðja Birkir
Guðfinna Aradóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 5. feb. 2008
til Gurrý okkar
Þetta er allt svo ótrúlegt,vera búin að fara hinumegin á hnöttinn,og svo koma hingað heim bara svona eins og ekkert sé.Við hlökkum til og trúum varla að það sé á morgun sem þú kemur,ný búin að vera á Aqaba-Cairo,ótrúlegt,þar sem við í þessari "familie" erum vanari lengri siglingartíma á dugga dugg.Góða ferð heim frábæra áhöfn.
Katrín M Ólafsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 5. feb. 2008
"Ummal-al-Momneen ra dulla" hæ elskan mín
Nú eru aðeins 2 dagar í heimkomu elsku Pétur minn :) og ryksugan á fullu étur alla drullu .... alles klar heima naturligt, eins og alltaf ;) meira að segja fór ég með BMW-inn í Holtagarðana um helgina og var byrjuð að þrífa bílinn þegar sjálfur íþróttaálfurinn kom til mín og bauðst til að klára að skola hann fyrir mig. Það var mjög huggulegt af honum þar sem mér var skít kalt enda ekki gáfulegt að þvo bílinn í pilsi og háhæluðum skóm . Takk æðislega fyrir skartið og blæjurnar sem þú hefur verslað handa mér á mörkuðunum í Oman og Jórdaníu ég skal íhuga það að klæðast "Burka" fyrir þig. Eva María er farin í skólaferðalag á Reyki, veit ekki hvort hún ætlar að koma heim aftur eftir farangrinum að dæma. Ég keyrði hana snemma í morgun en átti í smá erfiðleikum með að opna hurðirnar á bílnum enda var -9 stiga frost og þær allar pikk-fastar ,ég komst loks inn í bílinn í gegnum skottið og gat sett hann í gang. Í kvöld ætla ég bara að slappa af og horfa á þættina Allt í drasli og Innlit útlit en ég heyrði í auglýsingu að það væri innlit í hús á Ártúnsholtinu sem væri búið að taka allt í gegn og væri í austurlenskum stíl. Það er búið að vera frábært að hafa getað fylgst með ferðum ykkar á blogginu og verður erfitt að toppa skemmtilegu ferðasögurnar ykkar, bið að heilsa öllum og njótið síðasta áfangastaðarins. Ástarkveðjur Sigrún
Hildur Sigrún (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 4. feb. 2008
Gurrý
Jæja; þá fer þetta að styttast hjá ykkur. Ég held að heimilsfólkið á M -14 verði ánægt að fá mömmu heim. Fönn gisti hjá okkur um helgina og var hún yndisleg eins og alltaf. Hún sagðist ekki vita hvar mamma sín væri því flugvélin væri ekki komin þangað, gott svar hjá henni. Þær frænkur léku sér svo vel saman að maður vissi bara ekki af þeim. Sem var gott þar sem ég var að reyna að berja saman verkefni í próffræðum og tölfræði...ekki það skemmtilegasta í heimi. Hlakka til að fá þig heim og fá ferðasöguna beint í æð. Hlýjar kveðjur og stórt knús héðan úr kulda og trekki. Gréta stóra syst.
Gréta Matthíasdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 4. feb. 2008
Hæ Vilborg mín 2
Á morgunn munum við leggjast á eitt að breyta bílskúrnum í Khufu Pýramidan með múmmíu og alles ! Þú hefur væntalega orðið þér út um Kleópötru búning er það ekki og ekki væri vera að kippa einum úlfalda með þá væri þetta allt pott þétt.
Fúsi (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 4. feb. 2008
Hæ Vilborg mín
Hafnin er undirbúningur að heimkomu þinni: Þvottavél og þurrkari ganga allan sólarhringinn â er allt í lagi að hurðin sé glóandi ? Ég held að þetta hafi áhrif á veðrið, það er allavegana farið að hlýna úti ! Heimilisfólkið hefur lagt mikið á sig að breyta hinum ýmsu herbergjum í kotinu til að stemma við hin níu undur veraldar svo að það verði nú eitthvað spennandi að koma heim. Háaloftinu hefur verið breytt í Machu Picchu, Sverrir hefur sett upp styttur frá Páskaeyju í allar hillur í kjallaranum og fengið nokkrar stelpur úr Nemóshowinu til að dansa í strápilsum að hætti Samóa, komust færri að en vildu. Á gólfið í holinu höfum við málað daglínuna, þannig að þegar stokkið er yfir hana kemur maður inní stofu þar sem Alexandra hefur útbúið heljar mikið módel af Óperuhúsinu í Sidney og hljómar Björg hástöfum úr hverjum hátalara ! Búið er að kaupa nýjan bíl handa þér en fyrir valinu varð Tugk Tugk með bílstjóra ( vann áður hjá Indókína en þeir eru búnir að loka ). Eldhúsið er í rúst eftir aðfarir kokksins, sem minna helst á Angkor Wat . Í stiganu upp erum við búinn að höggva eftirlíkingu af Petru og með miklum erfiðismunum komum við 2500 ára gömlu Búddalíkneski frá Burma fyrir á skrifstofunni. Svefniherbergið er orðið samkallað Taj Mahal þar sem ilmur af jurtum, nuddolíum og reykelsi svífa um við ljúfan undirleik Bansuri flautu og Dhadh trommu. Nú þú átt svo alla búningana sem passa við hvert herbergi. Við bíðum spennt ! Ástarkveðjur
Fúsi (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 4. feb. 2008
Allt í drasli !
Já Gunnhildur mín. Ég er búin að tapa undanfarið í billiard-inu svo heimilisstörfin hafa hlaðist upp. Mig langaði samt að hafa hreynt þegar þú kemur heim en vissi ekkert hvað ætti til bragðs að taka. Þá datt mér það snjallræði í hug að hringja í sjónvarpsþáttinn "Allt í drasli". Þeir sögðu bara "Gullnáma" þegar þeir mættu á svæðið og sá allar tómu bjórflöskurnar, gosflöskurnar og pizzakassana, hálffulla af gömlum leifum sem voru farnar að skipta litum !!! Ég vildi nú ekkert vera að trana mér fram svo ég sagði þeim bara að það væri 1. freyja hjá Icelandair sem heitir Gunnhildur sem ætti heima þarna. Svo lét ég þá bara fá mynd af þér á bikini (Toppless) sem tekin var á Maljorka hér um árið. Þeim fannst þú svo rosalega flott á þeirri mynd að þeir spurðu hvort þeir mættu ekki nota hana í "Séð og heyrt stúlkan". Ég var svo hreykinn að ég sagði auðvitað "Já maður". Þannig að þú verður heimsfræg á Íslandi þegar þú kemur heim. Tek upp þáttinn fyrir þig ! Hlakka til að sjá fallegu sjónvarps og blaðastjörnuna mína. Einn með allt á hreynu !!
Viktor Urbancic (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 4. feb. 2008
Hæ Gunnhildur
Hæ Gunnilú og allir hinir. Frostið datt aðeins niður fyrir 10 stig á klakanum um helgina, jú jú við hjónin skelltum okkur í matarboð, mín í nælonsokkabuxur við kjól ( kunni ekki við að fara í skíðagalla) tennurnar glamrandi í bílnum báðar leiðir, nötrandi ef einhver opnaði glugga í boðinu, þvílík Ice stemmning! Bjargaði öllu að maturinn var sjóðandi heitur á borðum, og drukkið vel heitt rauðvín með , kom smá skíða stemmning í kroppinn! Reyndar spáð hlýnandi í 2 daga núna og síðan aftur miklum kulda. Ég reyndi að ná sambandi við Sigga Storm veður kúru. Hélt ann gæti bjargað þessum kulda, en það er víst ekki hægt að panta það. Nei nei ég eiginlega gafst bara upp, pantaði mér ferð til Köben með stelpunum ( fann nokkur námskeið til að komast á, til að réttlæta ferðina ) og sendi Gísla til La Manga ( golf paradís á Spáni ) í nokkra daga, milli málflutninga! Drífum okkur eftir helgi, enda ekki eftir neinu að bíða. Fundum líka uppá því að fara til Florida í lok feb, það var hægt að sannfæra mig um að þar væri hlýja við golfvellina, úff, er ekki Florida bara fyrir eldri borgara? Hef bara aldrei komið þangað, hvað þá til Taj Mahal ;+) Mar eltir víst sól og hita þessa dagana og annað umhverfi. Reyndar finnst mér snilldar hugmynd að komast í Blálöngu með kavíar froðu, en hvað það nú var Viktor. Kannski að þú fagnir 27 ára afmælinu þínu og kemur Gunnhildi og strákunum á óvart í leiðinni með þinni frábæru matreiðslu tækni. ;+) Viktor getur þú nokkuð passað hundinn meðan ég skrepp frá? Hefur tíkina bara í bandi á bílasölunni........ Líklegt, bara smá stríðni og halda gleðinni! ;´)Frábæra áhöfn,skemmtilegu bloggarar takk fyrir frábæra heimasíðu, frábærar myndir og að halda á okkur hita hérna á köldu eyjunni okkar. Ég vona að þið njótið ykkar síðustu 2 dagana. Gunnhildur mín við sjáumst vonandi fyrir páska, eða kannski uppí Leifstöð eins og svo oft áður. ;+) Knús og þakkir, Linda mágkona
Linda mágkona (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 3. feb. 2008
Til Vilborgar frænku
Á þessu heimili er líka mikil búningaumræða - öskudagur á miðvikudag og fröken Sóldís ætlar að vera senjóríta með blævæng og kastaníettur ; ) Hlökkum mikið til að sjá þig og alla búningana, silfrið, skartgripina og hvað vitum við. Bolludagskaffi hjá ömmunni á eftir - söknum þín - erum að planleggja að Fúsi og öll systkinin komi að sækja þig svo farangurinn komist örugglega fyrir ; ) knús og milljón kossar, litla systir, Sóldís og litla systir hennar xxxx
Bidda systir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 3. feb. 2008
hæ Ella mín / mamma
"Nú er frost á Fróni frýs í æðum blóð.........". Skrapp í Hansakot og tékkaði á frosti og vatnsbúskap þar, frostið mældist 17 gráður svo það var vissara að athuga hvort kofinn væri o.k. sem hann sem betur fer var. Yours truly tókst að festa bílinn; af einhverjum óskiljanlegum ástæðum taldi hún sig vera á fjórhjólatrukk, en ekki bara venjulegri Mözdu. Eftir þónokkrar tilraunir og um hálftíma puð sem jaðraði við örvæntingu í litlu brekkunni frá veginum - það var akkúrat enginn á svæðinu og síminn næstum því búinn í hleðslu- tókst minni að komast upp á veg. Þú minnir mig etv á það í næstu tékkferð :) Hér var annars fjör á bæ í dag - Davíð er að losna við hálsbólguna og allur að hressast og við fengum heimsókn af Eyþóri, Benna og Oliver; mikið fjör og bakaðar vöfflur með tilheyrandi sýróps og súkkulaðisulli hjá yngri kynslóðinni. Allir biðja að heilsa; pabbi og Ragnhildur og Heidi. Davíð ætlar að bjóða ömmu sinni í bíó í kvöld, mikill kavaler þessi strákur !!! Annars þakka ég frábært blogg og lýsingar og myndir frá stöðunum á leið ykkar og tek undir áður sagt - takk fyrir að gefa ykkur tíma í það að leyfa okkur að fylgjast með ógleymanlegri ferð. Góða ferð til Kairo - og heim. Mamma og Davíð
Ragnh. Ásm. (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 2. feb. 2008
Bestu kveðjur
Verulega skemmtilegt blogg. Ég vissi alltaf að þið í áhöfninni væruð sérlega skemmtileg en er líka búin að komast að því að makar ykkar eru ekki síðri húmoristar. Enda sagt að líkur sækji líkan heim. Óska ykkur góðrar heimkomu en mæli með því að þið kaupið e-hv.aðeins efnismeira í næstu verslunarferð. Hér er kalt. Haldið svo áfram að blogga eftir heimkomu svo við hin getum haldið áfram að veltast um af hlátri. Næturvaktin er komin upp í hillu og bara kíkt hér reglulega til að hressa upp á gríngenin. Góða ferð öll. Guðrún Georgsd.gge
Guðrún Georgsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 2. feb. 2008
Minn alltaf að elda !
Já Gunnhildur mín. Nú átti sko að taka til hendinni við eldamenskuna. Rykið dustað af matreiðslubókinni, hún opnuð af handahófi, vísifingri snúið með lokuð augun og "Voila" fyrir valinu varð: Ristuð Blálanga á svörtu "Linguini" beði, lituð með kolkrabba bleki, skreytt með ígulkera mauki og krossfiska frauði. Minn smellti sér í heimskautagallann, enda 16 stiga frost, og arkaði í Bónus á Nesinu. Þá var þar síðasti dagur í lokunartilboði og eftir að hafa staðið í fjórar klukkustundir í biðröð gafst ég upp á að leyta að hráefninu. Sá þó kunnulegt kjöt og hugsaði með mér að hafa kjöt að hætti húsbóndans. Minn tók snjóþrúgurnar og arkaði af stað heim á leið. Þegar minn kom heim var kjötið "flamberað" á grillinu, skorið niður grænmeti, kartöflur í strimmlum og sósa við hæfi. Með þessu var hitað brauð. Þá kallaði minn hátt og snjallt: "MATUR" nokkuð hreykinn. Eina sem strákarnir sögðu var: "Hamborgarar og franskar eina ferðina enn" !! "The best kokk in Iceland"
Viktor Urbancic (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 2. feb. 2008
til ykkar allra
Það er svo sannarlega kominn tími til að þakka skemmtileg og fróðleg skrif og myndir svo ekki sé meira sagt,í öllu annríkinu að gefa sér tíma til að miðla okkur af þessari skemmtilegu reynslu ykkar.Takk fyrir það.Góða ferð áfram.
Katrín M Ólafsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 2. feb. 2008
Gunnhildur Súper freyja
Hæ Gunnhildur mín. Ekkert smá flottar myndir af ykkur í öllum uniformum. Meðan að við hin troðum okkur í þykku dúnúlpurnar og bomsurnar og dauð öfundum ykkar þarna úti. ;+) Kalt og aftur kalt á klakanum. Troðfull snyrtistofan í dag og ég hugsaði til ykkar Vilborgar að komast í góða snyrtingu og dekur þegar þið komið heim. Candy kom líka við í dag, en við gleymdum að skála fyrir ykkur. Alltaf allir á hlaupum hér heima. Njótið síðustu daganna í ferðinni, ég er viss um að strákarnir og Viktor bróðir bíða spenntir eftir að sjá þig. Knús til allra í þotunni! Hafðu það sem allra best. Linda mágkona
Linda (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 2. feb. 2008
Hæ elskurnar
Hæ öll fylgist með ykkur daglega eins og fleiri:) bara gaman að lesa sögurnar og fá fiðring í magann aðeins og rifja upp og óska þess að maður væri með ykkur ohhhhh hvað þið eigið gott:) og já Gunnhildur tékkaðu á henni vinkonu okkar með tvinnann í Agaba bið að heilsa öllum hafið það sem allra best hlakka til að sjá ykkur knús og kossar:) Candy
Kristjana (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 1. feb. 2008
Klár í öskudaginn
Sæl elsku systir! Það er spurning hvort þið getið ekki skartað einhverjum af þessum búningum ykkar þegar þig komið heim. Komið þið ekki til landsins á öskudaginn? Þið gætuð þá skellt ykkur í bæinn með krökkunum, haldið áfram að skemmta ykkur, sungið og sníkt fullt af nammi ; - ) Bara hugmynd...þú nefnir þetta við hina. Annars erum við um það bil að frjósa í hel hér á klakanum...burrrr. Fönn er væntanleg hingað í fyrramálið og verður hjá okkur um helgina. Við ætlum að baka bollur og hafa það næs í kuldanum. Hlýjar kveðjur og kossar. Gréta
Gréta Matthíasdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 1. feb. 2008
Kuldi á Íslandi
þkomið þið öll sæl, það hefur verið mjög gaman að fylgjast með ferð ykkar og gaman að heyra frá öllum þessum ótrúlegu ævintýrum. Við hér á fróni berjumst hins vegar við kuldann og fjölluðu fréttir dagsins m.a.um hvernig best væri að halda hita inn í húsum..... Kveðja til ykkar allra og þó sérstaklega bóndans (Hödda flugvirkja) kv. Guðifnna
Guðfinna Aradóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 1. feb. 2008
muna panta tíma
í tvinnaspotta-vaxmeðferðina í tíma, svo allt verði ekki full bókað þegar þið komið til Agaba, Gunnhildur ! Hvort eð er ekkert annað að gera í Jórdaníu er það nokkuð ????? Þar snjóar eins og hér.......salam alaikum.....dillus
Dilly (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 1. feb. 2008
smá kveðja!!
fylgist með ykkur af áhuga, gaman hvað þið eruð dugleg að setja inn myndir með blogginu :-) Hafið það rosa gott áfram og góða skemmtun. Knús og kossar, Sibba.
sibba (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 1. feb. 2008
Gurrý - ETG ;)
Jæja þá fer að styttast í að ég þurfi að skipta á rúminu. Bara 6 dagar eftir. Reyndar munaði minnstu að ég hefði þurft að skipta á rúminu í gær því Fönn fékk ælupest um nóttina. Það slapp þó - sjúkkkkk. Hún náði einhvern vegin að hitta öllu gubbinu í hárið á sér. Heppinn ég. Það kemur á óvart hvað hún tekur sig vel út svona snoðklippt. Ekki gat ég þvegið þetta. Annars gengur allt vel á M14. Við feðgarnir fórum í foreldraviðtal. Tók bara 5 mínútur. Allt í blóma :) Fór að velta fyrir mér hvers vegna við erum alltaf í hálftíma í þessum foreldraviðtölum þegar við erum bæði. Að lokum þetta; forsala er hafin á Sálarballið í Höllinni 14. mars. Þetta er klárt. Búið að kaupa miða f. saumaklúbbinn. Kveðja, húsbóndinn Ps. Fyrst frúin er búin að vera svona duglega að kaupa hina og þessa búninga, er eins gott að ég reyni að þróa með mér búningablæti (fetish).
Hörður Harðarson (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 1. feb. 2008
Gurrý
hæhæ, langaði bara að kasta til þín kveðju, ótrúlega gaman að fá að fylgjast með ykkur og sjá myndir :) Góða skemmtun :* kveðja Ragga barnapía
Ragnhildur (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 31. jan. 2008
Kveðja til ykkar allra!
Gaman að fylgjast með ævintýrum ykkar. Gaman að upplifa þetta svona aftur í gegnum ykkur. Njótið þess sem eftir er og hafið það sem allra best. Kveðja frá Ingu Stínu
Ingunn Kristín Ólafsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 31. jan. 2008
Kveðja af Klakanum !
Hæ hó Erna og kó ! Þegar ég skoða myndirnar ykkar þá andvarpa ég sæll og glaður og hugsa hvað við eigum nú gott að búa við þetta fína frost og snjó ! Ekki eru pöddur og þess háttar fénaður að angra okkur - og enn spáir harðnandi fosti og því er maður nokkuð vongóður um að fleira frjósi fast en eingöngu vængjaðar pöddur ! Ég hef nú lítið heyrt af árshátíðinni, en þó vakti athygli fréttin: Jónsi fyrrv.flugþjónn kom útúr skápnum ! Þetta reyndist nú vera svokallað spaug, en það gerist nú æ algengara að venjulegt fólk skilji ekki það Spaug sem er á borð borið.- Jónsi kvaðst ekki einu sinni eiga slíkan skáp ! - og finnst fjandanum erfiðara að ganga á háum hælum !!!! Námskeið fyrir flugþjóna - strax !!!! Bestu kveðjur, Sjúl.
Sigvaldi Júlíusson (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 31. jan. 2008
Gurrý
ég er stundum eins og ég sé unglingur. T.d spyr ég reglulega "Mamma hvað er klukkan"? Mömmu og pabba finnst þetta svo fyndið því það er eins og ég eigi að vera mætt einhversstaðar og þurfi að vita hvað kl sé!! Svo kallaði ég til mömmu um daginn "mamma Hvað er í matinn í dag"? heheeh farin að pæla í því hvað verður í kvöldmatinn!! 7. mars 2007 15:22 | Aðeins meira skondið frá Fönn,sem ver 4 ára í ár .
Katrín M Ólafsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 31. jan. 2008
Gurrý
Smá krúttlegt úr dagbók Fannar,svo sagði ég um daginn þegar við vorum að keyra í bílnum "mamma og pabbi ég er með hugmynd! Eigum við að kaupa ís?" svarið var Nei og þá sagði ég "mamma og pabbi ég er með aðra hugmynd" Svo var SKH að spyrja mig um daginn hvað ég sé gömul og ég sagði tveggja og þá spyr hann og hvað verður svo gömul nú þriggja og hvað svo fjögurra ára og hvað svo spyr SKH og þá verð ég frekar hneykluð og svara fimm ára og svo sex ára!!
Katrín M Ólafsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 31. jan. 2008
Spurning til Gunnhildar !
Var svona að spögulera hvort það væri ekki mátulegt að láta strákana fara svona einu sinni í bað og kanski skipta um nærföt í leiðini á meðan þú ert í burtu ??? "Súper Dad"
Viktor Urbancic (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 31. jan. 2008
Til Vilborgar
Elsku stelpan mín, ég elska þig, komdu heil heim. Hlakka til að sjá þig, Mamma
Mamma (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 30. jan. 2008
Dilly: aumingja þið !
misstuð af 99 króna deginum í Hagkaup: frosið kjúklingahakk, gómex gervitannalím, súrsuð vélindu og Teygjó mýkingarefni fyrir gammósíur....óheppin !
Dilly (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 30. jan. 2008
Hæ Ella mín / mamma
Gaman að lesa ferðasöguna og sjá nýju myndirnar, þið eruð ekkert smá flottar í "nýju búningunum". Hér gengur allt meir og minna sinn vanagang, smá slappleiki á bænum en fólk er óðum að jafna sig og ekkert til að gera veður út af. Íslenskt veður er hins vegar í vetrarham og við mætum með snjógalla, húfu og vettlinga að taka á móti þér. Óska ykkur öllum góðrar ferðar áfram, kveðja frá mömmu Sakna þín mamma, hlakka til að fá þig heim. Davíð
Ragnhildur Ásm. (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 30. jan. 2008
Kæra áhöfn frh. 2
Margblessuð og sæl. Orðin svolítið þreytt af þessum stífu æfingum, en allt gert til að gleðja farþegana. Farin að hlakka til að skreppa í hitann!! Sjáumst hress þann 6. feb. Fáum að spjalla saman í 10 mín. Um að gera að nota þær vel. Góða ferð og skemmtun áfram. Sigga Toll
sigga toll (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 30. jan. 2008
Kæra áhöfn frh. 2
Margblessuð og sæl. Orðin svolítið þreytt af þessum stífu æfingum, en allt gert til að gleðja farþegana. Farin að hlakka til að skreppa í hitann!! Sjáumst hress þann 6. feb. Fáum að spjalla saman í 10 mín. Um að gera að nota þær vel. Góða ferð og skemmtun áfram. Sigga Toll
sigga toll (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 30. jan. 2008
Gurrý og aðrir glæsilegir áhafnameðlimir
Mikið er gaman að lesa bloggið ykkar, yljar manni eftir að hafa verið úti að skafa bílinn í -6 gráðum, brrrr. Þetta er greinilega frábær ferð og það verður gaman að halda áfram að fylgjast með ykkur því það er greinilega ekki allt búið enn. Bestu kveðjur að heiman. Sigga Stebba og lillinn í kúlunni
Sigríður St. Óskarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 30. jan. 2008
Kæra áhöfn frh....
Þarf ég að segja ykkur eitthvað meira ????? Kv. Ása Óskars AMO
Ásgerður Óskarsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 30. jan. 2008
Kæra áhöfn
Hæ öll..úff bara vika í bröttför hjá áhöfn 2. Við erum á fullu í danskennslu í alþjóðahúsinu í þjóðdönsum...eins erum við að læra á trommur ,kontrabassa, píanó og fleiri lítil hljóðfæri sem auðvelt er að ferðast með. Það verður allt gert til að skemmta farþegunum :) Náðum ekki að komast á námskeið hjá KHÍ til að kenna börnunum í Kambódíu..en við erum búin að vera í málaskóla til að geta tjáð okkur á máli innfæddra í sem flestum löndum. Sjáumst 6 feb :) og ef við komumst ekki til Kef vegna veðurs góða skemmtum og góða ferð í næsta hring kv Inga Rún
Inga Rún (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 30. jan. 2008
Bloggarar
Verð að þakka ykkur fyrir frábært blogg - Siggi hringir reglulega en ég fæ meiri upplýsingar hjá ykkur á blogginu...Siggi minn...hvað segirðu varstu að versla fyrir okkur?? :-) Kveðja, Siggafrú og grislingar
Inga Kalda (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 29. jan. 2008
Gurrý okkar
Gleymdi einu,við stóðum bara á höndum til að sjá myndina down under :-)skemmtilegt,eins og Fönn kenndi okkur í gær eftir fimleikana.
Katrín M Ólafsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 29. jan. 2008
Gurrý okkar
Þið eruð ótrúleg,dugleg klár og skemmtileg,finnst ykkur ekki eins og þið séuð í hraðri kvikmynd????????bæði að vinna og njóta ferðarinnar líka.Allt gott að frétta hér og ekki yfir neinu að kvarta,sjáum svolítið meira af Fönn,Hödda og Steinari Kára klára.Fönn var að renna sér á smá þotu í gær voða dugleg,bara gaman.Gangi ykkur áfram vel,og hlakka til að fá þig heim.Mamma og pabbi. >))))°>
Katrín M Ólafsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 29. jan. 2008
Gurrý
Hæ Gurrý mín, langaði bara að kasta á þig kveðju. Gaman að fylgjast með á blogginu ykkar og skoða myndirnar. Algjört ævintýri greinilega. Njóttu vel, knús til þín. Kveðja Sæunn
Sæunn Sylvía Magnúsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 29. jan. 2008
Gurrý!
Sæl elsku systir! Við Katrín Sól vorum að skoða myndirnar af ykkur. Það er nú ekki amalegt að geta notið þess að sjá ykkur í hitanum á meðan að við skjálfum úr kulda...burr! Það er spáð miklu frosti um helgina, svo njóttu lífsins í botn. Þú tekur þig svo sannarlega vel út á myndunum ; - ) Við fórum í sund á sunnudaginn með Fönn og svo í leikhús. Gengið á M-14 borðaði svo óvænt hjá okkur í Laugarnesinu á sunnudagskvöldið, gaman að vera með þeim. Ég held að þau sakni mömmu, en allir bera sig nú samt vel. katrín Sól var að byrja í fimleikum og fer nú allra sinna ferða á handahlaupum...allavega innandyra. Stórt knús og margir kossar Þín, Gréta
Gréta Matthíasdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 29. jan. 2008
Hæ Gunnhildur mín.
Það er alltaf að aukast frítiminn hjá strákunum í skólanum. Í síðustu viku var starfsdagur og í dag eru foreldraviðtöl. Ég get því spurt kennara strákana afhverju það er búið að leggja niður allt heimanám ?? Já þeir sögðu mér það strax eftir að þú fórst og líka að allir krakkarnir í skólanum mættu alltaf vaka til kl. 3 á nóttinni. Þeir fara nú varla að skrökva því þessir englar eða hvað ?? Maður verður náttúrulega að "Go with the Flow"!! Kveðja "Super Dad"
Viktor Urbancic (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 29. jan. 2008
Til Ellu systir :)
Hæ hæ :) okkur langaði bara að senda þér kveðju frá klakanum og skítakuldanum. erum hálf græn af öfund að sjá myndirnar frá ykkur og lesa um þessa áfangastaði :) kv. Hjalti bróðir og Bergný
Hjalti Finnsson (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 29. jan. 2008
Áhafnarinnar
Ég sé að þið hafið fundið góða Indverska staðinn í Siem Reap. Þar fengum við í okkar áhöfn best Indverska matinn í allri ferðinni. Ekki búast við svona mat á Indlandi. kv. Íris Björk
Íris Björk (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 29. jan. 2008
Gunnhildur Glimmer drottning
Hurðu nú mig, greinilega margar hátíðir í gangi síðustu helgi. Meðan Viktor og Fúsi fóru með DG liðinu á hina hátíðina,( er það ekki eitthvað úr Cocoa Puffs pakka ) ;+) upp strílaðir í Bond galla vorum við hitt gengið á Rúbín í Öskjuhlíð, þar var sko alvöru Rauður dregill, og morgunverður á Tiffanys. Árni Grétar frændi fenginn í búrið og toppaði algjörlega Villa Ástráðs og hina gömlu Holly töffarana.... Stjörnu þema, og hver önnur er Audrey Hepburn á staðnum. Look-ið fór þó fljótt af manni á leiðinni heim, þar sem að vetur konungur blés manni uppí loft í snjókomunni og rokinu eftir 3 um nóttina. Eins gott að fólk var í síðum kjólum, fínt að nota síddina fyrir þotu til að renna sér niður Öskjuhlíð meðan fólk beið eftir Taxa eftir ballið. Kom þó heim með báða hæla undir Max Mara skónum, þrátt fyrir að reyna nota þá sem mann brodda og stappa verulega fast niður til að halda mér á götunni! Þið ættum að njóta ykkar vel þarna í eingöngu 27 stiga hita, 9 stiga frost er spáin á klakanum í lok vikunnar. Veturinn á klakanum rétt að byrja. Viktor og Fúsi haldið bara áfram að breyta heima og leika ykkur, er ekki hægt að framlengja ferðinni hjá stelpunum þarna í Páska dressunum? ;+)Þetta sound-ar allt svo hipp og kúl hjá ykkur strákunum. Hafið það gott þarna í hitanum í bili, ekki láta ykkur bregða að vera sóttar á Beltaðri snjó gröfu í næstu viku, sportbílarnir ná kannski ekki alla leið til Kef. Hugsa til ykkar stelpur, knús Linda mágkona
Linda (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 28. jan. 2008
Hæ ! mamma
Mamma ég var að keppa á fimleika móti í dag og lenti í öðru sæti! Vona að þú hafir það gott sakna þín mjög mikið! love ! Alex
Alexandra (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 27. jan. 2008
Hæ ! mamma
Mamma ég var að keppa á fimleika móti í dag og lenti í öðru sæti! Vona að þú hafir það gott sakna þín mjög mikið! love ! Alex
Alexandra (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 27. jan. 2008
stafsetningavilla
Afsakið átti að vera Icelandair árshátíðinni, er aðeins eftir mig frá því í gærkveldi ;)
HSK (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 27. jan. 2008
1..2..og hægri snú :D
Elsku Gunnhildur og Vilborg, það má nú með sanni segja að þið eruð vel giftar.Það var mikið stuð hjá okkur á Iclandair árshátíðinni og frábært að fá að sveifla sér á milli svona frábærra dansherra eins og Viktors og Fúsa sem hafa engu gleymt úr Klúbbnum eða Hollywood, við áttum hreinlega dansgólfið . Ég þakka fyrir frábærar stundir og geðveiku eftir partýi. Bið kærlega að heilsa Pétri mínum, ég held ég láti hann í danskennslu hjá ykkar mönnum frekar en á Páskaeyju( ekkert varið í það). Með kærri kveðju til allra:) Sigrún
Hildur Sigrún Kristinsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 27. jan. 2008
Erna
Myljandi stuð í Laugardalshöllinni. Við sátum þétt saman svo að Silli kæmist fyrir en hann mætti ekki! Hittumst í hátíðardrykk hjá Ingu og sátum fyrir undir klukkunni og brostum út að eyrum. hér er úti veður vont það er eitthvað annað en hjá þér. Kveðja Margrét G
Margrét G (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 27. jan. 2008
Árshátíð - næsti dagur
Ég vildi nú bara byrja á því að þakka fyrir síðast, Viktor þú er höfðingi heim að sækja, frábært eftir partý! Þetta var meiri háttar skrall - Og Pétur ekki hafa áhyggjur ég skilaði Sigrúnu heim vel fyrir hádegi
Fúsi (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 27. jan. 2008
Úbs.....
Myndirnar bitast ekki. Þið verðið bara að nota ímyndunaraflið.
Viktor Urbancic (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 27. jan. 2008
Gunnhildur - Vilborg og Pétur
Sendi hér fyrir neðan nokkrar myndir af árshátíðinni. Læt myndatexta fylgja með. Sigrún á rauðadreglinum með tvo smoking klædda herramenn. Hún klæðist: D&C kjól - MiuMiu tösku og Manolo Blanic skóm. Skartgripir frá Leonard. Gárungarnir segja þetta vera hátt í bílverð. Mikið hlegið á borðinu - Skari skrípó fer á kostum. Sigrún umvafin karlmönnum á dansgólfinu - Minnir á Páskaeyju myndir. Eftir partí - Betra eru 6 strákar í heitumpotti en einn í Porsche !!! P.s. Anna Kjartans er hérna enþá og biður að heilsa. Hún ætlar að horfa á enska boltan enda er hún Man U. stuðningsmaður eins og við strákarnir. Það er áríðandi að við sem vorum skylin eftir hér heima í einsemdinni hlúum að hverju öðru og njótum samvista. Viktor
Viktor Urbancic (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 27. jan. 2008
Til mömmu / Ellu
Hæ mamma, við fórum í skírn hjá nýjasta fjölskyldumeðliminum sem heitir ekki lilli lengur heldur Dagur Sölvi:). Okkur finnst þetta nafn mjög fallegt og öllum bara, fjölskyldan biður öll að heilsa. Veislan var fín eftir á en ég var orðinn pínu þreyttur og STEINSOFNAÐI. Annars höfum við það bara fínt nema það að veðrið er bRJÁLAÐ. Vonum að þú hafir það gott þarna hinum megin á hnettinum. Sakkna þín óbærilega en amma ekki neitt(múhahaha djóóók)l. ég er að fara á handboltaæfingu á eftir með gunnza gammla þjálfaranum, já dáldið langt blogg þannig bæbæelskaþigmestíheiminum:D(L) p.s. amma biður að heilsa.
Davíð (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 27. jan. 2008
Kveðja til Gurrý
Það er barasta allt að gerast hjá ykkur,gaman gaman.Öllum líður vel hérna heima við á hæðinni háu og þau á láglendinu,vorum þar áðan ,allt ljúft og kátt.En Matti bróðir þinn beið allan gærdaginn í KEF eftir að komast til síns heima.Svona getur veturinn verið,allt úr skorðum bæði flug og bílaumferð, maður var bara búinn að gleyma þessu. Góð kveðja til allra og sérstaklega til þín Gurrý okkar.
Katrín M. Ólafsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 26. jan. 2008
kvedja fra Caracas
Dilly og Systa, sem ferdast um allan heim a vegum fyrirtaekisins senda hatidarkvedjur, eru a arshatid Santa Barbara i Caracas, i mini-heimsreisu. Erum med ykkur i huganum kaeru vinir !
Dilly (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 26. jan. 2008
Erna
Hæ vinkona. Nú rum við sérríarnar og Fríðarnar að ondúlera fyrir árshátíðina. Við verðum að vanda okkur því frést hefur að Makar fjarstaddra flugverja muni fjölmenna. Við förum bara í extra þröngar sokkabuxur til að varði pláss við borðið fyrir Silla. Vildum þó helst vera með ykkur í Kambódíu. Hátíðarkveðjur til ykkar allra.J,G,M,I,B,JH og Fríðarnar
Jófý (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 26. jan. 2008
Til Péturs
Sæll Pétur minn, leiðinlegt að hún Sigrún mín sé búnað selja porsche-inn þinn, Þegar þú kemur heim keyptu þér þá bara Kiu :) Ég sótti fallegastann í dag og við heimsóttum Birgi í nýju vinuna, ég hafði aldrei komið þangað áður. Þar var okkur boðið uppá þorramat og hann borðaði vel af harðfisk (til hamingju með daginn, karlmennirnir í þessari áhöfn). Síðan fórum við heim til Grindavíkur á körfuboltaleik Grindavík-Stjarnan, og auðvitað unnu mínir menn 103-87. Hann kallaði allan tíman "áfram Gulir!" þó að fallegastur búi í Garðabæ. Nú er hann sofnaður, bið að heilsa. Góða nótt Pétur minn.
Sigga frænka í Grindavík (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 25. jan. 2008
Árshátiðar - fílingur
Sæll !! auðvitað mætir keeelinn með á árshátiðina. Stúlkan gler fín og skveruð og maður þarf ekkert að splæsa í kjól og allt hitt fíneríið. Fúsi þú verður að fara á Benz-inum, ég nenni ekki að kúldrast aftaní þessari Porsche dós. Nú er hún alveg farinn þessi Sikileyjarferð hans Péturs í sumar. Sigrún það fæst Potsche reiðhjól uppí Bílabúð Benna sem þú getur fengið fyrir afganginn svo Pétur komist í Porsche ferðina. Hann verður flottur í þröngum hjólabuxum sólbrúnn og stæltur. Sjáumst á morgun. Viktor.
Viktor Urbancic (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 25. jan. 2008
Leyfi til skemmtunar
Hæ Sigrún, Vilborg gaf góðfúslega leyfi fyrir árshátíðar skemmtunni með þér, ég held að D&G settið hafi gert gæfu muninn ! Ég gæti bara ekki misst af dýrðinni ! Býst ekki við að Viktor komist, hann er alla daga upptekinn með drengunum tíu, vonandi að horfa á EM á nýja risa flatskjánum í svefniherberginu. Klukkan hvað á ég að sækja þig? Hvort á ég að koma á Porschenum eða Benz jeppanum ? Kv. Fúsi P.S. Vilborg mín það er í lagi mín vegna að þú fáir þér tattú !!
Fúsi (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 25. jan. 2008
Pétur (Hasselhoff) Baywhatch
Hæ elskan mín, hvernig er Cambodia það er örugglega mikil upplifun að koma þangað en ég hef samt á tilfinningunni að þið farið ekki á sömu staði og Angelina Jolie. þú hefur samt alveg mitt samþykki ef þú vilt koma heim með eitt Maddox kríli. Mig langar til að spyrja Gunnhildi og Vilborgu hvort það sé ekki í lagi að ég bjóði Fúsa og Viktori með mér á árshátíðina á morgun. Ekki hafa áhyggjur af í hverju ég ætla í því ég seldi Fúsa Porsche-inn og keypti mér geðveikan DOLCHE&GABBANA kjól, skó og veski :) ok high price maybe en ég á nú samt smá afgang til að fara í neglur,TROPEZ AIRBRUSH bnúnkumeðferð (þarf engar lúxus sólarstrendur til þess), tattoo förðun, þú veist línur settar í kringum varir, augu og augabrúnir svo auðvitað venjulega förðun og síðast en ekki síst galagreiðslu. Þetta verður svakalegt fjör!!ÉG vet að þú verður smá fúll yfir Porsche-num en sjáðu fólkið í Cambodiu þar skipta veraldlegir hlutir engu máli bara ÁSTIN :) knús og kossar þín Sigrún
hsk (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 25. jan. 2008
hæ Gurry okkar
Hæhæ,það er ekki nóg með að við skemmtum okkur við ykkar blogg og myndir,heldur hlægjum við og hlægjum við lestur bloggara hér heima og á ég þá við frábærann "húmor" hérna á undan, þetta er frábært.Ekki leiðinlegt eins og krakkarnir segja.Góðar kveðjur til ykkar allra,dugnaðarforkar.Maður er bara hress eftir góða göngutúra.Og eins og vant er fara varlega,mamma og pabbi.
Katrín M.ólafsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 24. jan. 2008
Hæ Gunnhildur
Þetta var snild með billijard-ið. Nú læt ég gestina veðja um heimilsstörfin. Sá sem tapar, skúrar - straujar eða setur í þvottavél osfv. Þannig að ég hef svo mikin frítíma að ég veit ekkert hvað ég á að gera við hann. Þó hafa sumir fengið að skipta og einn bað sérstaklega um fá að laga til í nærfataskúffuni þinni. Hann læsti að sér og var í lengri tíma að dunda sér við þetta. Annar gestur vill endilega fá að passa strákana þegar ég fer á "Jammið" fimmtudag, föstudag og laugardag, eins og venjan er þegar þú ert að fljúga. Hann er kallaður Danni dóni. Hann er víst eitthvað frægur. Var í veðlaunasjónvarsþætti sem heitir Kompás ??? (Þú veist hvað ég horfi lítið á sjónvarp !!). Hann er al vanur skylst mér því hann vann einu sinni hjá KFUM. Já maður er bara áhyggjulaus á jamminu. Vona að það sé jafn áhyggjulaust hjá þér í útlandinu. Viktor Urbancic.
Viktor Urbancic (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 24. jan. 2008
Hæ mamma Vilborg
Það er búið að vera mjög gaman hérna með pabba, bróa, Pjakk og snjónum. Ég á að leika í samveru í skólanum á morgun en ég sakna þín samt voða mikið. Hafðu það gott á þessum ferðum þínum love you ! kossar og knús þín Alex
Alexandra (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 24. jan. 2008
Ella
Hæ öll, ótrúlega gaman að fylgjast með ykkur. Greinilega ekkert sérlega leiðinleg hjá ykkur :) En neita að enn ein úr saumó flytji til útlanda. Komið með Ellu okkar heim takk ;) Heldrru ekki að við sem eftir erum í fluffunni í saumó séum ekki bara að skella okkur á árshátíðina!! Góða skemmtun áfram hjá ykkur! Tek undir með nöfnu minni, fleiri myndir takk :) Knús og kveðja, Brynja G
Brynja Guðmundsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 24. jan. 2008
Ella
Hæ Ella mín, hugsum til þín og vonum það besta með fótinn. Ferðalýsingarnar ykkar eru frábærar, það er gaman að fylgjast með ferðinni og greinilegt að þið eigið hvert bein í farþegunum ykkar, flott áhöfn þetta. Góða ferð áfram, Davíð biður að heilsa !
Ragnhildur Ásm. (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 24. jan. 2008
supernova
mmh..hefði nú grunað Gurrý um að hafa uppá RockStar-Stjörnunni Toby þarna downunder, hefði verið hægt að notast við hann við áburðinn!! fylgist með ykkur everyday :-) kv, Guðrún Fríður
Guðrún Fríður Hansdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 24. jan. 2008
Gunnhildur
Hæ hæ Ég tek undir orð Brynju Nordquist, fylgist með ykkur daglega. Þetta er örugglega frábært, og þið hörku dugleg að vinna. Gunnhildur mín , viltu redda svona páska fjaðra dressi, myndi smellpassa á konudaginn! Gísli yrði glaður og kannski koma fyrr heim úr vinnunni. ;+) Líst samt vel á Viktor bróðir með breytt heimili og Fúsa með nýja borðstofuborðið, bannað að spila billjard á því, eða er ekki rétt að breyta annað slagið. Fylgist áfram með ykkur, algjörar hetjur! Borgarstjórar, hverjir eru það.......ónýtt krydd, segi bara áfram KR. Knús, Linda mágkona
Linda (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 24. jan. 2008
til Péturs L.
nau nau ! bara pabbi kallinn kominn með bloggsíðu:D en flott síða hjá ykkur og gangi ykkur vel með hana.en er bráðum að fara á Reyki fæ að vera í 6 manna herbergi með Margréti,Gerðu,Maríu & Eyrúni hehe..mér hlakkar ógeðslega til.en bæbæ. elska þig kv. Eva María-;*
hsk (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 23. jan. 2008
Hæ Vilborg "Honey"
Héðan er allt gott að frétta, snjórinn farinn og kominn aftur með því sem fylgir â og mikill farsi í borgarmálum â nú eru 3 borgarstjórar á launum. Meðan að Alexandra fór í fimleika brugðum við feðgar okkur á billjardstofu og eftir að hafa spilað um stund heyrðum við á tal rekstraraðilans sem vantaði mikið að losna við stórt Lú Korbúsier borðstofuborð og Phillips Stark stóla við. Við feðgarnir buðust til að taka þetta af honum á slik og ingen ting eins og sagt er í danaveldi. Og tókust samningar. Mér fannst ég kannast við stílin á settinu en kem því bara ekki fyrir mig. Þetta fer ágætlega hjá okkur og vona ég að þér líki. Það er nú gott að þið stúlkur í áhöfninni búið yfir miklum siðferðilegum styrk svona umkringdar nöktum, stælltum, sólbrúnum eyjarskeggjum öllum stundum og Pétri. Það er náttúrulega öryggi í því að hafa einn úr cockpitinu alltaf með !! og í leiðinni ættuð þið að fá hann í að leiðbeina ykkur í dekkjahreinsun en það verður ennþá vetur þegar þið komið til baka og getur þetta skipt miklu þegar ekið er í hálku. Var að spá í að skreppa til Sigrúnar og falast eftir Porschenum þar sem hann kemst ekki lengur fyrir í bílskúrnum og pyngjan farinn að léttast eftir allar útsölurnar, get örugglega gert mjög góðan deal ! Og tillaga að slogan fyrir âThe Anti Golf Societyâ - âGolf is not a sport, just old men in ugly pants walking ! â Knús og kossar frá okkur hér til ykkar þarna hinum meginn
Fúsi (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 23. jan. 2008
Til Ernu "systur"
Sæl elsku sys.Gaman að fylgjast með ykkur. Allir bíða spenntir eftir fl myndum, þið eruð svo sæt. Kv úr brandaraborginni þar sem allir eru að verða GAGA. Gangi ykkur vel áfram. Jófý
Jófý (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 23. jan. 2008
Katrín
Takk fyrir skemmtilega ferðalýsingu,alveg er þetta ótrúlegt,og mikið höfum við gaman að lesa þetta um allt sem er að gerast,já og þið fyrsta flokks fólk fyrir farþegana,ekki væri ég hissa að þeir vildu ekki sleppa af ykkur hendinni.Takk takk og fara varlega.Við hlökkum voða mikið til þegar þú kemur heim.
Katrín M.ólafsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 23. jan. 2008
hæ hæ Pétur minn
Hæ elsku Pétur minn, það gengur allt vel hér heima, Eva María búin að prófum og mjög ánægð með það og Tómas mjög hress kátur, sérstaklega þegar við förum í brekkuna rétt hjá með Porsche sleðann hans. Ég sjálf í góðum gír alles in ordnung á heimilinu. BMW í góðu standi þarf samt að finna dekkjahreinsinn og hreinsa aðeins dekkinn eins og þú kenndir mér. Porsche líka í góðu standi en mér fannst hann frekar slappur í snjónum svo ég fór með hann á dekkjaverkstæði og lét setja undir hann nagladekk. jæja best að halda áfram að vinna er á fullu í deilunum fyrir Gullakurinn svo minnst sé á hann þá stækkaði ég aðeins þvottahúsið á kostnað bílskúrsins og svo fataherbergið en útsölurnar eru búnar að vera svo góðar að mér vantar aðeins meira pláss. love you kiss kiss frá mér og börnunum bið kærlega að heilsa öllum kv. H. Sigrún
Hildur Sigrún Kristinsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 23. jan. 2008
sunar í Sidney
Siggi, ef þú FERÐ inn götuna til vinstri frá torginu.........
Dilly (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 22. jan. 2008
sumar í Sidney
Siggi, ef þú inn götuna til vinstri frá torginu og upp aðalgötuna þá kemurðu að öðru torgi með styttu af manni á kengúru........þar finnurðu hvidvins-stuen.........
Dilly (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 22. jan. 2008
Hæ - hó
Hæ elskurnar mínar. Kíki á bloggið ykkar daglega og hef gaman af, þó ekki ánægð með myndabloggið. Hefði viljað sjá Gunnhildi,Berglindi og Gurrý að dansa.(Gæti ég fengið fleiri myndir takk fyir ;-)) Mikið rosalega ofunda ég ykkur af þessu öllu saman og njótið þess að vera að heiman og missa af snjónum og slabbinu. Love u Brynja BABE
Brynja Nordquist (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 21. jan. 2008
Hæ Bassi -
Hæ Bassi minn, njóttu lífsins í hlýjunni hvar sem þið eruð! hér er enn allt á kafi í snó og spáin er dálítið bilað veður á morgun. - var að fá slóðina á síðuna ykkar, Magga á efrihæðinni gaf mér hana í gærkvöldi. kveðja frá Iðu Brá stóru systur
Iða Brá Vilhjálmsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 21. jan. 2008
Katrín
Hlakka til að sjá myndir.Hér er blíðskapar blíða og sólin glennir sig fyrir okkur, en auðvita kalt.Fuglarnir sveima um leitandi að æti,svo þeir fengu smá gott í gogginn þegar við fórum í göngu.Handboltinn á fullu og ég farinn að æpa líka :-)kveðja til allra,og fara varlega.
Katrín M.ólafsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 20. jan. 2008
Gunnhildur og Vilborg
Það gaman að geta fylgst með ferðasögunni ykkar á netinu - hlakka til að heyra meira þegar þið komið heim. Skemmtið ykkur vel. Vesturbærinn biður að heilsa. Oddný
Oddný Guðmundsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 20. jan. 2008
Hæ Ella mín
Gaman að heyra frá ykkur, vonandi hefur allt gengið vel á löngum legg til Apia í gær! Hér er yndislegur sunnudagur, skafheiður himinn, sól, snjór og frost, vetrarveður eins og það gerist best. Allt gott að frétta héðan úr Árbænum, allir í góðum gír og innbúið þitt enn á sínum stað:) Svo vonum við bara að við náum að vinna Frakkana í dag, eftir að hafa steinlegið fyrir Svíum og (gjör)sigrað Slóvaka. Allir biðja fyrir góðar kveðjur. Hafið það öll gott á yndislegum stað, og góða ferð áfram - frá mömmu og Davíð.
Ragnhildur Ásmundsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 20. jan. 2008
Halló Óli Árna og áhöfn.
Við mamma sendum ykkur okkar bestu kveðjur. Vonum að allt gangi vel.Gaman að fylgjast með ferðini.Gott væri að fá meira af myndum.
Árni Falur Ólafsson (Óskráður, IP-tala skráð), sun. 20. jan. 2008
Good evening Apia, Reykjavik calling!
Yndislegt að heyra frásagnirnar :-) Var einn dansaranna á showinu í Hangaroa ennþá að vinna á stigabílnum uti á flugvelli??? Muhahaha.... Hlakka til að lesa meira og sjá myndir um leið og þið hafið tækifæri til að hlaða þeim inn. Ég treysti þér Berglind mín til að skemmta lággjaldafarþegunum með nokkrum léttum trompetæfingum við hvert tækifæri. By the way, pabbi er voða hress, ég informera hann reglulega um þínar ferðir, og ykkar, og hann biður kærlega að heilsa þér. Baráttukveðjur til ykkar allra, Ykkar einlægur lesandi, Oddur Skaftfjeld Halldórsson, Skálabrekku, Þingvallasveit
Oddný Halldórsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 19. jan. 2008
Hæ Berglind.
Elsku sys! Frábært að lesa bloggið ykkar og ekki eru kveðjurnar í gestabókinni síðri. Það er greinilega gott stuð á strákunum heima hjá Gunnhildi!!! Hlökkum til að sjá fleiri myndir. Mamma, pabbi, Fjalar, Silla og Dagga biðja að heilsa. Bestu kveðjur, Svanlaug Ida systir og familía
Svanlaug Ida (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 19. jan. 2008
Hæ Gunnhildur
Það er svaka stuð hér heima og allt að gerast. Maður er svona að reyna að stimpla sig inn svo strákarnir sakni ekki mömmu of mikið. Þar sem borðstofan er hvort sem er ekkert notuð þessa dagana þá gerði ég svaka "díl" og skipti á "Le Corbusier" borðstofuborðinu og "Stark" stólunum fyrir rosaflott biliardborð. Þá setti ég krana með bjórkút þar sem silfurhnífapörin voru. Síðan henti ég út fataskápnum þínum í svefnherberginu, (þú átt hvort sem er aldrei neitt til að fara í), og setti "44 risaskjá á veggin. Þetta er rosalega vinsælt hjá skólafélögum strákanna og vinum mínum. Nú er alltaf fullt hús og svaka stuð. Vissir þú að það komast tíu stákar í hjónarúmið ? Ég reyni samt yfirleitt að láta þá fara úr útiskónum, allavega þegar mesta slabbið er ! Þú gætir samt þurft að skipta á rúmunum fljótlega eftir að þú kemur heim. Þú verður örugglega rosalega hrifin af breytingunum þegar þú kemur heim. Stuð kveðjur að heiman. Viktor Urbancic og stákarnir.
Viktor Urbancic (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 19. jan. 2008
Gunnilú og Vilborg
Sælar skvísur Langaði bara að senda ykkur hlýjar kveðjur með von um að allt gangi vel. Eru ekki tásurnar í lagi? Snyrtistofan á Loftleiðum klikkar ekki fyrir Topp konur eins og ykkur ;+) Knús Gunnhildur mín, kveðja Linda mágkona
Linda (Óskráður, IP-tala skráð), lau. 19. jan. 2008
Ekki tapa gleðinni ;)
Okkur á M14 langar bara að segja gangi ykkur vel og það sakna allir mömmu voða mikið enda er allt komið rugl hér!!! Skápurinn opinn OG búið að kaupa svið ;) Tókuð þið ekki örugglega mynd af veðurskipinu í Líma? Kv. M14
M14 (Óskráður, IP-tala skráð), fös. 18. jan. 2008
Davíð og amma ;*
Hæ, viljum bara skella á smá kveðju hérna af klakanum út í hitann :D. Ætluðum að láta fylgja myndina af mér og þér en því miður gekk það ekki upp:D. heyri í þér :D. Hafðu það gott úti og hlökkum til að heyra í þér aftur. KV Davíð og Amma á fróninu :D
Davíð einars og amma (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 17. jan. 2008
Þið rúllið þessu upp, eins og ykkur er einu lagið.
Kæra áhöfn. Til hamingju með fyrsta legginn. Og Vilborg mín til hamingju með afm.Talaði svo stutt við þig, þegar ég var í Orlando.Good luck Jóna Lár
Jóna Lárusdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 17. jan. 2008
Hafið það sem allra best
Hæ hæ glæsilega áhöfn! Fæ alveg fiðring og minningarnar streyma alveg hjá manni síðan síðast væri alveg til í að vera með ykkur bara njótið:) knús og kossar til ykkra allra og sendið myndir svo gaman að fá að fylgjast með ykkur knússss:) Candy
Kristjana (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 17. jan. 2008
heilsaðu einkum ef að fyrir ber
manni á stigabíl með svart sítt hár í strápilsi , : ´nú er hugurinn heima, hjartað örara slær´, eins og segir í hinu kvæðinu, vildi vera með ykkur í Hangaroa. Kalliði nafn mitt yfir gýginn á Ranu Raku og mokiði sandi á Anakena ! Lorana og maururu. Dillfríður Briem
Dilly (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 17. jan. 2008
Have fun
Afskaplega væri nú gott að vera á svipuðum slóðum og þið, þar sem að allur snjór er takmarkaður. GM láttu nú heyra eitthvað í þér.
Svenni (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 17. jan. 2008
Flottasta áhöfnin!
Oh..Elsku þið öll! Langaði að kasta á ykkur súperdúperkveðju og óska ykkur góðrar ferðar alla leið. Sammála þessu að sofa seinna..Njóta! Bið að heilsa öllum "mínum" stöðum. Kylie-kveðja til Óla, þýskar-stuðkveðjur til Péturs, og RISAknúz á Gurrý, restin fær svo afganginn..þið rokkið :-) Smúss, Guðrún Fríður
Guðrún Fríður (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 17. jan. 2008
Njótið ferðarinnar
Ég er varla komin niður á jörðina eftir að ég kom úr minni heimsreisu þann 30.nóvember sl. Njótið hvers dags og hvers lands. Ágætt mottó á svona ferðalagi er: Skoða núna, sofa seinna ( þegar þið komið heim). Kv. Íris Björk
Íris Björk (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 16. jan. 2008
Sigga frænka í Grindavík.
Það verður einhvern tíma að leifa Þóssurum að vinna Grindavík, í framtíðinni verður það ekki oft. Elsku Pétur minn ég fór daga vilt á því hvenær þú færir í þessa flottu ferð til að kveðja þig.Ég kem til með að fylgjast með ykkur. Það er allt á kafi í snjó í Grindavík, hefur ekki sést svona mikill snjór síðan 1981. ÞAÐ ER MEISTARA BRAGUR Á BÆNUM.....Við komum við hjá prinsinum í gær og hann var voða glaður að sjá okkur.Jæja gangi ykkur vél í ferðinni. ÁFRAM GRINDAVÍK........ Sigga frænka..
Sigríður Guðlaugsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 16. jan. 2008
Góða ferð öll saman!
Skemmtið ykkur vel og veriði dugleg að skrifa inn svo að við heima getum fylgst með ferðinni!:) kv. Birta frænka Gurrý!
Birta (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 16. jan. 2008
Bienvenidos a Lima
Til hamingju með fyrsta legginn, frábært hvað allt gekk vel, átti ekki von á öðru. Njótið ykkar í Lima, fæ fiðring í magann að fylgjast með ykkur. Hasta luego. Björg BJ P.s Vilborg til hamingju með afmælið ;)
Björg (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 16. jan. 2008
Góða ferð
Hæ öll saman! Vá,mixtúran tekin(sæll) það er nú ekkert smávegis dæmi en þá er bara að redda sér einhvern veginn öðruvísi og gangi ykkur nú sem allra best,verið góð við hvort annað og njótið þess að vera til! Mínar bestu kveðjur,Kiddi Möller (KEM)
Kristján Möller (Óskráður, IP-tala skráð), mið. 16. jan. 2008
Gangi ykkur vel
Njótið ferðarinnar og gangi ykkur allt í haginn skítt með magamixtúruna þið finnið eitthvað annað í staðinn ef ég þekki ykkur rétt. Elsku vilborg til hamingju með afmælið. Góðar kveðjur úr snjónum á Íslandi væri alveg til í að vera með ykkur á fiskistaðnum í Lima. Kata Alfreðs KAL
Katrín G. Alfresdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 15. jan. 2008
Kveðja úr snjónum
Elsku þið öll. Gaman að lesa bloggið, fylgjast með ykkur og skoða myndirnar. p.s. Gurrý settu þetta lið inn á FACEBOOK heheh. Kossar til ykkar allra, Brynja Nordquist
Brynja Nordquist (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 15. jan. 2008
Elskurnar allar!
Til hamingju með fyrsta legginn! Verst með magamixtúruna.... njótið lífsins í Lima og því sem hún hefur að bjóða. Til hamingju með daginn Vilborg mín, knús til allra og heyrumst síðar. Jenný
Jenný L. Þorsteinsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 15. jan. 2008
Afmæliskveðja
Elsku Vilborg. Til hamingju með daginn, náðum ekki að kveðja þig, hringdum þann 13. þá varst þú á bak og burt. Hafðu það æðislegt, ekki drekka of mikið TE . Kveðja frá stelpunum í Furugrund
Stína (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 15. jan. 2008
Sigga Toll
Halló þið öll, gaman að lesa bloggið ykkar. Við í áhöfn 2 fylgjumst grannt með ykkur. Og Vilborg til hamingju með afmælið. Áfram svona skrifa fullt. kveððja Sigga Toll
Sigga Toll (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 15. jan. 2008
Saknaðarkveðjur
Hæ fallega og skemmtilega fólk, byrjuð að fylgjast með ævintýrinu "OKKAR" hafið það öll ofboðslega gott og skemmtilegt og Vilborg mín, til hamingju með afmælið, ég gerði nú gott betur en heimilisfólkið í Reyðarkvísl, ég skálaði í Kampavíni, he, he. Knús, koss og saknaðarkveðjur, Anna Sig (AKJ)
Anna Sigurðardóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 15. jan. 2008
Kveðja
Nú er það fyrsta sem við gerum hér á há hæðinni að kíkja á skemmtilegar ferðasögur frá áhöfninni á FI-1450 með tilhlökkun.Takk fyrir það,góðar kveðjur til ykkar.
Katrín M.ólafsdóttir (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 15. jan. 2008
Fúsi
Til hamingju með afmælið Vilborg mín Við heimilisfólkið í Reyðarkvísl fögnuðum áfanganum að hefðbundum hætti með súkkulaðiköku og ískaldri mjólk í morgunnmat. Það vantaði þó að engin var til að vekja með söng og tilheyrandi, enda eins gott þar sem við sváfum yfir okkur. Heitir knúsar úr kafaldssnjó og fimbul frosti Njóttu dagsins ástin mín â sakna þín Þinn Fúsi
Fúsi (Óskráður, IP-tala skráð), þri. 15. jan. 2008
Dilly
Velkomin til Lima fallega fólk ! Það er tilvalið að fá sér volgt Inca-cola og kíkja á ponsjó úr lamaull. Bassi : hvað heitir aftur veitingastaðurinn góði sem er byggður út í Kyrrahafið ? Það er nú aldeilis pleisið fyrir afmælis dinnerinn hennar Vilborgar, ekki satt ? Passiði hana bara í tröppunum......knús Dillfríður
Dilly (Óskráður, IP-tala skráð), mán. 14. jan. 2008
Um bloggið
Nine World Wonders. 13 Janúar til 6 Febrúar.
Tenglar
Ferðatengill
Ferðatengill
- Áhöfn tvö Ferð áhafnar 2.
- Icelandair Icelandair
- Abercrombie&Kent Abercrombie&Kent
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar