Cairo

Dagurinn var tekinn snemma, mætt í árbít kl. 9.00. Þessi árbítur minnti frekar á jólahlaðborð en morgunverð.  Stefnan var tekin á pýramídana, lentum í miklum samningaviðræðum í ilmvatnsverksmiðju og enduðum með góðan díl á 12 úlföldum, gott að vera með fólki sem að hefur verið hér áður.  The mutual admiration society var mis hugrakt til að byrja með á úlfaldabaki, Gurrý og Vilborg voru frekar smeykar, en rúlluðu þessu upp eins og öllu öðru.  Það voru 4 í teymi, úlfaldinn hennar Vilborgar var ekki að fíla að vera síðastur, en róaðist þegar að hann var settur fremstur. Eini vankanturinn var að úlfaldinn hans Sigga var með kvef og sést það vel aftan á mussunni hennar Vilborgar. Úlfaldinn hennar Ellu var starfsmaður i þjálfun og var ekki að fíla djobbið.  Hann gjörsamlega trylltist og það þurftir 3 menn til að halda honum niðri, hann lagðist á jörðina og neitaði að hreyfa sig,enda nýkominn úr eyðimörkinni og óvanur íslenskum túristum. Ella og Gunnhildur tvímenntu meðan að úlfaldagreyið var að jafna sig.  Pétur og Berglind þurftu að prófa fleira en úlfalda og fóru á hestbak á þvílíkum gæðingum. Pýramídarnir eru stórfenglegir og tók 30 ár að hlaða hvern pýramída. 10 ár að flytja efnið á staðinn, 10 ár að höggva steinana og 10 ár að hlaða. hundraðir verkamanna létu lífið við framkvæmdirnar og eru grafir þeirra við rætur pýramídana. Við komumst klakklaust til byggða og hófst þá rútuferð á hótelið, hún tók ótrúlega langan tíma enda búa 25 milljónir Cairo og fann maður vel fyrir því. Við áttum frjálsan tíma til 18.45 en þá var hittingur hjá Bassa sem að á afmæli á morgunn en þarf að vinna og var ákveðið að halda upp á afmælið í dag.  Við fórum í dinnersiglingu á Níl með þvílíkum skemmtiatriðum, þ.á.m. magadansmær sem að færi ekki hærri einkunn en 4 hjá drengjunum.  Við fórum á diskótek á móti hótelinu og tók Gurrý völdin af diskótekaranum. Tjáði honum að hún væri með hóp eldri borgara frá Ískaldri eyju í norður Atlandshafi og þyrfti að fá að velja tónlistina sjálf.  Það myndaðist líka þessi gífurlega "Hollywoodstemmning" og komust við að því að meðlimir MAS eru frábærir dansarar. Eftir dansinn var haldið upp á hótel í ræðuhöld og sumarbústaðaleikinn.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Nine World Wonders. 13 Janúar til 6 Febrúar.

Höfundur

Áhöfn FI-1450
Áhöfn FI-1450
Áhöfn FI-1450 segir frá ferðalagi um heiminn.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...o_cairo_224
  • ...o_cairo_202
  • Z...z...zzz..zzzzzzzzzzzzzz
  • sjáðu sæta rassinn minn.....
  • ...o_cairo_168

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband