Petra

Við mættum í morgunmat kl. 8.00 og borðuðum vel, því að við áttum langa ferð fyrir höndum til Petru. Við skiptum okkur í 3 bíla og lögðum af stað keyrðum yfir fjöllin sem að voru snævi þakin.  Fyrir bara 3 dögum síðan var ófært á milli Aqaba og Petru.  Við fórum í snjókast á fjallsbrúninni og lentu sumir boltarnir á  viðkvæmum líkamshlutum, Bassi er ótrúlega skotfastur.  Við þurftum að klæðast hverri mussunni yfir aðra til  þess að halda á okkur hita , þar sem að við gerðum ekki ráð fyrir að  lenda í vetrarhörku í þessari ferð.

Vilborg, Pétur og Gunnhildur lentu! saman í bíl og var Mohammed bílstjóri mjög skemmtilegur og fróður, var eðlis- og stærðfræði kennari áður en að hann gerðist leigubílstjóri. Hann hafði miklar áhyggjur af því að eiginmennirnir myndu falla fyrir húshjálpinni meðan að við færum hringinn, það væri allt betra en að falla fyrir eigin hendi. Við sannfærðum hann um að eiginmennirnir hefðu engan áhuga á Jurateu.  Siggi, Óli, Gurrý og Erna lentu í bíl með fyrrverandi öryggisverði konungfjölskyldunnar og fræddi hann þau um allt sem að snéri að þeirri góðu fjölskyldu.  Bassi, Berglind, Maggi og Höddi lentu í bíl með algerlega mállausum gaur og fræddumst ekki neitt.  Við komum til Petru eftir u.þ.b. 2ja tíma akstur, fengum okkur leiðsögumann, frekar fyndinn gaur með græna húfu, daðrari dauðans, en minnti frekar á hafnarverkamann en leiðsögumann.  Petra er eitt af undrum veraldrar og fylltumst við lotningu við að ganga í gegnum gilið.  Indiana Jones og Lawrence of Arabia voru teknar þar.  Tilkomumikil gljúfur og framhlíðar híbýla höggnar í bergið gerðu félagið algerlega orðlaust, aldrei þessu vant.

Ella var fjarri góðu gamni, þar sem að aðeins eru nokkrir mánuðir síðan að hún heimsótti Petru.  Hún átti góðan dag á hótelinu í sólbaði og spa-meðferðum.

Við hittumst á barnum til þess að fá okkur smá snarl, blogga og laga á okkur neglurnar. Búningar morgundagsins verða með einfaldara móti þar sem að þetta er bara 50 mínútna flug. Hvít höfuðföt að hætti innfæddra verða að duga í þetta sinn. Enda erum við farnar að sakna bláa ullarvaðmálsins!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ. hæ! Frábært að lesa bloggið ykkar, maður dettur inn í annan heim sem er kannski fínt í nístandi frostinu hér heima á Klakanum ( ber nafn með rentu þessa dagana). Ella ég vona að þú sért í spa á flotta hótelinu sem við fórum á um páskana, hefði ekki mikið á móti því að vera þarna með ykkur, svamlandi í Dauðahafinu..... Er ekki skrítið að vera komin aftur til Jórdaníu á innan við ári?

Knús í bak og fyrir, og gangi ykkur vel í komandi ævintýrum.

Kv. Hrund

Hrund Finnboga (IP-tala skráð) 3.2.2008 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Nine World Wonders. 13 Janúar til 6 Febrúar.

Höfundur

Áhöfn FI-1450
Áhöfn FI-1450
Áhöfn FI-1450 segir frá ferðalagi um heiminn.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...o_cairo_224
  • ...o_cairo_202
  • Z...z...zzz..zzzzzzzzzzzzzz
  • sjáðu sæta rassinn minn.....
  • ...o_cairo_168

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband