Muscat-Aqaba

Við vorum vakin á óvenju kristilegum tíma.  Náðum að borða góðan morgunmat. Mættum út á völl og fórum í gegnum frekar mikla öryggisleit. Farþegarnir voru mjög ánægðir með okkur í dressunum sem að við urðum að kaupa í unglingastærðum því að konurnar hér verða að vera þannig klæddar að ekki móti fyrir neinum vexti. Farþegarnir eru ekkert sérstaklega hrifnir af bláu búningunum. Gurrý tók á móti þeim á groundinu með blæju fyrir andlitinu og fríkuðu þeir út í rútunni sem að keyrði þau að vélinni. það var mikil stemmning um borð og voru sumir búnir að búa sér til "hús" með því að stúka sætin sín af með slæðum, við tókum þátt í leiknum og lét Erna þau fá ljósaseríur til að skreyta híbýlin með. Þegar að við lentum í Jórdaníu fórum við í gegnum vélina til þess að finna út hvað er til og hvað vantar um borð. Talningin gekk vel enda eru drengirnir um borð ótrúlega liprir og ganga í öll störf! Við tékkuðum inn á yndislegt hótel, engir flutningar í þetta sinn.  Við höfðum ætlað okkur að hittast á ströndinni til þess að fara yfir daginn en veðrið var kannski ekki alveg að bjóða upp á það, vetur í Jórdaníu!!  Við hittumst í blogglestur á svölunum á einu herberginu og fórum síðan niður á veitingastaðinn á hótelinu til þess að fá okkur að borða. Bassi gekk í það að finna fyrir okkur transport til Petru. Við gerðum díl við þrjá leigubílstjóra sem að voru til í að keyra okkur til Petru og bíða eftir okkur, það er ekki boðið upp á skipulagðar skoðunarferðir svona um miðjan vetur. Gengu allir saddir og sælir til hvílu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Nine World Wonders. 13 Janúar til 6 Febrúar.

Höfundur

Áhöfn FI-1450
Áhöfn FI-1450
Áhöfn FI-1450 segir frá ferðalagi um heiminn.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...o_cairo_224
  • ...o_cairo_202
  • Z...z...zzz..zzzzzzzzzzzzzz
  • sjáðu sæta rassinn minn.....
  • ...o_cairo_168

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband