2.2.2008 | 19:27
Taj Mahal-Muscat, Oman frh.
Við lentum í Muscat um kl. 16.00, þá var tekið til hendinni við að ná í það sem að vantaði úr belly og ganga frá vélinni, við fengum mjög góð þrif, Ajax og allur pakkinn. Við vorum alsæl að vera laus svona snemma og sáum fyrir okkar góðan kvöldverð á hótelinu. Steffí, hin þýska tók á móti okkur og talaði um japanskan mat og herlegheit og okkur hlakkaði ekkert smá til. Við bókuðum okkur inn á hótelið og fórum upp á herbergin okkar. Gurrý, Gunnhildur og Vilborg voru með herbergi hlið við hlið, þegar að þær opnuðum inn á herbergin fengum þær bara hláturskast og ekki voru herbergin skárri á næstu hæð fyrir ofan eins og illa skreytt barnaherbergi. Allir í áhöfninni voru sammála um að það væri ekki hægt að eyða nótt á þessu hóteli, enda skiptir þessi áhöfn ekki um herbergi heldur um hótel. Eftir símhringingar við A&K vorum við flutt á Radison SAS yndislegt hótel með frábærum rúmum og góðri aðstöðu. Þeir hjá A&K skoðuðu herbergin á hótelinu sem að við fórum á fyrst og voru miður sín og báðu okkur afsökunar, en þetta er í fyrsta skipti sem að þeir eru með ferð til Muscat og myndir af hótelum geta blekkt. Við snæddum kvöldverð á SAS og gengum síðan til hvílu, nema þeir allra hörðustu sem að kíktu út í garð.
Við hittumst í morgunmat, sem að var snæddur utandyra. Eftir morgunmat fórum við í leigubílum í "súkið", þar var verslað silfur og aðrar gersemar. Súkkið angað af blöndu vanillu, reykelsi og safran, ekki sama fýlan og á markaðnum í Cambodíu. Við hittum farþegana okkar og buðu þeir okkur til hádegisverðar niður við höfn, þeir vilja helst vera með okkur alltaf. Við ákváðum að skoða gamla bæinn eftir hádegisverðinn og skiptumst í leigubíla. Siggi, Óli, Gurrý og Vilborg lentu saman í bíl og voru ekki keyrð á sama stað og hinir en það var bara gróði þau sáu höllina og virkið og fengum mikinn fróðleik frá frábærum farastjóra sem að vissi allt um Márana og jós frá sér fróðleik (Óli). Að lokum sameinaðist hópurinn og komst að því að þau voru þá þegar búin að skoða gamla bæinn, höfðu eytt morgninum þar!
Gurrý lenti á trúnó með einum innfæddum meðan að hún beið eftir að stelpurnar keyptu réttu eyrnalokkana. Akmed tjáði henni að það væri ekkert mál fyrir múslima að eiga ljóshærðar kærustur frá Evrópu. Hún fræddist um líf innfæddra og veit mikið meira en við hin.
Við kíktum aðeins aftur í súkið, alltaf hægt að bæta á sig nokkrum mussum og sjölum. Við keyptum okkur búninga og drifum okkur síðan upp á hótel og settumst út í yndislegan hótelgarðinn. Þar var bloggað og skemmtum við okkur við að lesa gestabókina, það verða allir sem að fá kveðjur svo innilega glaðir.
Um kvöldið fórum við á besta lokal veitingastaðinn, Benatek, mælum með honum!! Búið að leggja á gólf fyrir 12.
Oman er ótrúlega mikil andstæða við Indland, hér keyra allir réttu megin á veginum og allt svo hreint og fínt, engir glæpir, lögreglan hefur ekkert að gera. Bænaköll heyrast úr moskum, , klæðast síðum kuflum og konur hylja sig með svörtum slæðum.
Um bloggið
Nine World Wonders. 13 Janúar til 6 Febrúar.
Tenglar
Ferðatengill
Ferðatengill
- Áhöfn tvö Ferð áhafnar 2.
- Icelandair Icelandair
- Abercrombie&Kent Abercrombie&Kent
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.