Taj Mahal

Það var p.u. kl 5.30. Hótelið lét morgunverðin byrja fyrr bara fyrir okkur, sem betur fer því að það er nú yfirleitt eina máltíð dagsins, það er ekki mikill tími til þess að borða á flugum sem þessum.  Við mætum um borð tveimur tímum á undan farþegunum og undirbúum allt fyrir daginn.  Farþegarnir fríkuðu út þegar að þau sáu okkur í sérsaumuðu dressunum okkar.  Dömurnar um borð vilja helst fá að vera með okkur í innkaupunum, finnst allt svo flott sem að við verslum.  Flugið til Taj Mahal var bara 40mín. og fengum við CPH-HAM flashback. Farþegarnir fóru frá borði í Agra og við drifum okkur að laga til, þannig að við gætum farið og skoðað Taj Mahal.  Höddi fórnaði sér fyrir málstaðinn og var eftir um borð.  Það er ótrúleg umferðarmenning á Indlandi öll faratæki hafa sama rétt og engar umferðarreglur "survival of the fittest" allir að berjast við að komast áfram í mikilli umferð þar sem ægir saman bifreiðum, rickshaw, kúm, geitum í vetrarpeysum og fílum.  Gunnhildur tók nú samt eftir því að kúm hafði fækkað síðan í fyrra.  Við þurftum að fara úr rútunni og keyra með rafmagnsbílum síðasta spölinn að Taj Mahal, það er verið að passa upp á að bílamengunin skaði ekki þessa mikilfenglegu byggingu.  Við fórum í gegnum mikla öryggisleit og gengum upp að höllinni.  Taj Mahal er stórfenglegt minnismerki sem að konungur á 15.öld lét reisa þegar að eiginkona hans lést af barnsförum eftir 12 barnið. Er þetta mesta ástarjátning sögunar, hann elskaði konu sína út af lífinu og hafði lofað henni á banabeðinu að reisa henni stórfenglegan minnisvarða og grafhýsi. Hann hafði hugsað sér að byggja svarta höll þar sem að hann myndi hvíla eftir sinn dag.  Honum tókst það aldrei þar sem að sonur hans steypti honum af stóli og setti hann í stofufangelsi á eyju við Taj Mahal. Eina útsýnið sem að hann hafði var út um pínulítinn glugga og aðeins sást yfir til Taj Mahal.  Hann hvílir nú við hlið konu sinnar. Við drifum okkur aftur út á völl, rétt náðum á undan farþegunum.  Kokteill dagsins á lounginum, sem að Erna og Maggi hristu saman, fékk nafnið "eternal love".  Eftir mataþjónustu var komið að því að tilkynna vinningshafann í samkeppninni um nafngift "loungins".  Vinningshafinn var Mr. O´Hara, einn af okkar uppáhalds farþegum.  Hann lærði nöfn okkar allra á fyrsta degi.  Hann kom með hugmyndina "10th wonder" sem að fékk einróma samþykki áhafnarinnar.  Verðlaunin voru Hávamál og sérhannaður Icelandair bolur sem að áhöfnin hafði skreytt og skrifað nöfnin sín á.  En bestu verðlaunin að hans mati voru kossarnir frá öllum stelpunum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Nine World Wonders. 13 Janúar til 6 Febrúar.

Höfundur

Áhöfn FI-1450
Áhöfn FI-1450
Áhöfn FI-1450 segir frá ferðalagi um heiminn.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...o_cairo_224
  • ...o_cairo_202
  • Z...z...zzz..zzzzzzzzzzzzzz
  • sjáðu sæta rassinn minn.....
  • ...o_cairo_168

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband