Indland

Við hittumst i morgunmat, allir frekar ósofnir, sumir komust seint til hvílu því að þeir þurftu að láta skipta á rúmunum vegna þess að það hafði greinilega einhver verið búin að kúra í bólinu. Hinir vöknuðu senmma við loftbora og mikinn umferðarnið. Það var mikið hlegið af stöðunni og við héldum að sjálfsögðu húmornum,enginn gat þó hugsað sér að gista þarna aðra nótt. Við áttum pantaða skoðunarferð um Jaipur. Það var frábær leiðsögumaður sem að mætti upp á hótel til okkar, hafði ótrúlega góða stjórn á "the mutual admiration society" við hlýddum öllu sem að hann sagði. Sá góði maður hefur gaman af bókalestri en þar sem bækur eru dýrar og ekki á hans færi að kaupa þær kennir hann fjórum sinnu í viku í háskólanum, eldra fólki og fær aðgang að bókasafninu að launum.
Vð keyrðum í gegnum bleiku borgina, gamli hlutinn í borginni málaður á 10 ára fresti og tekur 6 mánuði og 10.000 manns fá vinnu við það. Það er ótrúlegt að keyra um borgina kýr og fílar , allar búðirnar jafnstórar og fólkið býr fyrir ofan búðirnar í húsum með mismiklum þökum, börnin hlaupa um göturnar skítug upp fyrir haus en gleðin skín úr andlitunum. Oft sló þögn á hópin, því að ekkert hefði getað undirbúið okkur undir andstæðurnar sem að blöstu við, Kryddlykt af saffran og kóríandar og indverskum mat í bland við fýlu af rökkum og beljum og mannaúrgangi er erfitt að lýsa. Eymdin blasti við og lífsbaráttan hörð á þessum bletti heimsins þar sem mannslíf virðast minna metin. Vansköpuð börn eru gerð út á örkinni til að afla viðurværis og ágangur sölumanna, barna sem fullorðinna svo mikill að okkur stóð ekki alltaf á sama.
Á opnum jeppum, sem að keyrðu vægast sagt óvarlega fórum við upp fjallið sem að leiddi okkur að Amber Fort höllinni. Hún var reist af konungi sem að átti 12 konur sem að bjuggu hver fyrir sig í sér íbúð, það lágu leynigöng í hverja íbúð til þess að engin yrði abbó. Þar fyrir utan átti hann 97 frillur. Strákarnir í áhöfninni fékk glíju í augun við lýsingarnar.
Konungurinn þurfti að fórna tígrisdýri öðru hvor til þess að geta gagnast öllum þessum konum, strákarnir í áhöfninni köllluðu þetta "tiger power". Eftir höllina vorum við orðin svöng og báðum leiðsögumanninn um að fara með okkur á einhvern stað að borða. Það var mikið upplifun,leiðsögumaðurinn pantaði fyrir okkur matinn og hann var vægast sagt frábær. Eftir matinn fengum við þær gleðifréttir að A&K hefði litið við á hótelinu okkar og fannst það ekki boðlegt og það væri búið að finna annað hótel fyrir Við fórum í skartgripaverksmiðju, sumir misstu sig aðrir héldu kúlinu.
Eftir skartgripina fórum við fyfir götuna til þess að kaupa búninga, við völdum okkur lit og létum sauma á okkur, þeir lofuðu að senda þá upp á hótel fyrir k. 9. Við skoðuðum líka höllina sem að konungur nr. 40, valdalaus en vell auðugur,býr í það er eins og í Windsor ef að konungurinn er heima þá er flaggað og hann var að sjálfsögðu heima þegar að við mættum í heimsókn. Við komum upp á hótel seinnipartinn og pökkuðum niður og vorum keyrð a´nýja hótelið , þvílíkur munur hrein og fín herbergi og góðar móttökur, við borðuðum á hótelinu, girnilegt hlaðborð, við boðuðum vel og síðan fóru allir í koju. Áhöfn 2 ekki örvænta þið farið beint á góða hótelið. Kveðjur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært blogg, frábærar myndir...hér er 9 stiga frost.

Óli G. (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Nine World Wonders. 13 Janúar til 6 Febrúar.

Höfundur

Áhöfn FI-1450
Áhöfn FI-1450
Áhöfn FI-1450 segir frá ferðalagi um heiminn.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...o_cairo_224
  • ...o_cairo_202
  • Z...z...zzz..zzzzzzzzzzzzzz
  • sjáðu sæta rassinn minn.....
  • ...o_cairo_168

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband