Sidney-Cambodia

Við vorum vakin kl. 3.30 um nóttina.  Allir mættu uppstrílaðir og uppáklæddir samkvæmt ströngustu uniformreglum.  Við vorum keyrð beint út í vél, allt mjög þægilegt hérna "down under".  Farþegarnir okkar frekar syfjulegir og hresstust ekki fyrr en eftir sinn daglega skammt af kampavíni.  Það var 4 tíma flug til Darwin þar sem að við þurftum að "fuela".  Það gekk hratt fyrir sig farþegarnir um borð og Höddi sá til þess að þetta tók bara rúman klukkutíma, hann fær flugvirkjaverðlaun Íslands útnefndur í öllum flokkum. Darwin-Siem Riep var 5 tíma flug og lentum við þar kl.13.30 á staðartíma.  Þessi áhöfn missir aldrei dampinn og fóru stelpurnar í unaðslegt fótanudd á hótelinu, ekki amalegt eftir að hafa staðið langa og stranga vakt.  Gurrý bauð í boð og tónleika með Sálinni. Síðan fórum við á Red Piano, veitingastað sem að Angelina Jolie á hér í borg.  Sumir áhafnameðlima voru eitthvað að misskilja tilgang heimsferðarinnar, töldu sig vera í amazing race og upphófst mikill kappakstur á "tuktuk" leigubílum heimamanna og voru þrír í hverjum bíl.  Blogglesendur eru ekki alveg að ná því hver er með tattúið, það er ekki Berglind. Við í saumaklúbbnum erum alsæl að makar okkar eru að ná svona vel saman, góða skemmtun í kvöld, Angelina biður að heilsa!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gurrý klikkar að sjálfsögðu ekki á Sálinni !  Og nú eru bara 48 dagar í næsta Sálarball !!!! jibbý

Kv. Íris

Íris (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 12:34

2 identicon

Hehe...já Gurry mín er byrjað að plana party um leið og þú kemur heim!:) Sakna þín....skemmtu þér fyrir okkur báðar!

Birta (IP-tala skráð) 26.1.2008 kl. 20:44

3 identicon

Vááá... hefði verið til í að vera í Sálarpartíi í Siem Riep!!!

Frábært að heyra hvað er gaman hjá ykkur, ekki laust við svona pínu öfund, segi það ekki  

Gott að heyra að þú heldur trompetinum við Berglind mín, my favorite er fótboltastefið!!!  Og Gurrí klikkar ekki á Sálinni, hvort sem það er á Barbados eða Cambodiu.....eltu mig uppi!!!!!

Haldið áfram að skemmta ykkur svona svakalega vel, gaman að geta fylgst svona vel með ykkur. 

Knús og kossar til ykkar allra.

Sibba KAH

P.s. Danir voru að vinna Króata 24-20 og eru því EM-meistarar!!!!

Sibba (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 17:04

4 identicon

Sælt veri fólkið við bíðum spenntir eftir að fá Bassa aftur í vinnuna gaman að heira að allt gengur vel og biðjum að heilsa Magga kokk og öllum hinum í áhöfninni.Svanur og Halli.

Svanur og Halli Kokkar FLE (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Nine World Wonders. 13 Janúar til 6 Febrúar.

Höfundur

Áhöfn FI-1450
Áhöfn FI-1450
Áhöfn FI-1450 segir frá ferðalagi um heiminn.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...o_cairo_224
  • ...o_cairo_202
  • Z...z...zzz..zzzzzzzzzzzzzz
  • sjáðu sæta rassinn minn.....
  • ...o_cairo_168

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband