Dagur í Sydney

Morgunverðurinn tekinn snemma, tékkað á blogginu, kveðjur að heiman ylja okkur um hjartarætur.   Ella er meidd á fæti og ákvað að eyða deginum heima við og láta lækni tékka á sér, sem betur fer er hún óbrotin.  Erna var hjúkrunarkona dagsins. Ella og Erna áttu góðan dag í Sydney fóru á safn og verður listasögutími í Cambodiu. Bassi og Maggi fóru að elda. Við hin tókum strætisvagn á Bondi beach til þess að kynna okkur líf innfæddra.  Siggi fór í klippingu og fræddist um að það væri frekar kalt miðað við árstíma bara 27gráður og þess vegna væru svona fáir á ströndinni. Óli var fyrstur í sjóinn, sannur leiðangursstjóri, varaði okkur við öldunum sem að eru mjög kraftmiklar hérna hinumegin á hnettinum.  Vilborg var starfsmaður á strönd og sá um að bera á bakið á liðinu. Það er ótrúlega margt sem að gleður augað á Bondi Beach!!!! sérstaklega flottir surfarar og er surfing greinilega líkamsrækt sem að er að virka vel miðað við líkama aussie gaurana.Eitt okkar fékk sér tattoo, þið megið geta hver! Óli, Höddi og Siggi hurfu þó fljótlega höldum samt að þeir hafi ekki farið í golf allavega sáum við hvergi köflóttar buxur.  Pétur er náttúrulega sá sem að við getum treyst á og vorum við fimm á ströndinni.  Bassi gleðigjafi og Maggi massi mættu á ströndina til okkar og þá fyrst fékk maður eitthvað að snæða á geðveikum stað við ströndina með útsýni yfir hafið.  Eftir matinn fjárfestum við í áströlskum höttum til þess að gleðja farþegana okkar í nótt!  Leiðir skildu og fóru sumir að versla didgerido og aðrir upp á hótel.  Sydney er frábær borg og verður erfitt að fara héðan. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þið eruð með "heimavanan" mann með ykkur í Sydney heyri ég (Magga).
Maggi, vertu svo duglegur að spila fyrir þau á "ditserídúið" fyrir þau.

Gott að allt gengur vel og kærar kveðjur til ykkar allra og þá sérstaklega Magga vinar míns, góða skemmtun það sem eftir er.

Bjössi BJA
flugmaður

Björn Ásbjörnsson (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 11:29

2 identicon

Heil og sæl

við hér hjá Dansíþróttasambandinu höfum fylgst með þessu dásamlega ferðalagi og er kíkt á bloggið á hverjum degi, kominn tími til að kvitta fyrir ánægjuna af lestrinum og stórkostlegum myndum. Það fer að verða spurning Ella hvort ekki verður hægt að setja sýningaratriði á næsta mót- Ella og stelpurnar með dansatriði ! Frábært hjá ykkur - gangi ykkur vel.

Ella - allt gengur vel og er á áætlun!

Björg Jakobsdóttir (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 11:52

3 identicon

...........er Berglind komin með tattú?  Flott fjaðradress annars.

Óli G. (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 18:50

4 identicon

Sæl öll!

Frábært að heyra að Berglind hafi fengið sér tattú loksins...sést vel á myndunum! Fór að surfa hér heima í gær, en fékk í mjöðmina þannig að ég fór bara tvær ferðir. Strákar, ekki láta deigan síga þrátt fyrir fagurt útlit brimbrettastrákanna þarna...um leið og þeir opna munninn, þá hafið þið vinninginn!

Bestu kveðjur af fjallinu...(loksins farið að vora)

Atli Thor (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 22:15

5 identicon

Eigum við að ræða það eitthvað?  Auðvitað Berglind komin með tattú!!  Gaman að fylgjast með ykkur, mikið rosalega held ég að þetta sé skemmtilegt.  Hér snjóar og snjóar og auðvitað pínulítill vindur með.  Nú eruð þið hálfnuð, rosalega líður tíminn hratt.

kv. Sigga Toll

siggat toll (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 09:01

6 identicon

það er dulítið súrrealískt að lesa bloggið og horfa út um gluggann á hríðina! Líf og fjör í borginni - allt á kafi í snjó og enginn fer út nema í ullarfötum og 66°N frá toppi til táar - mikil stemming. Sem sagt óveður, ófærð og órói í höfuðborginni. Dáldið spæld að stóra systir er ekki komin með tattú.... en hún fór þó að sjá Björk! Móðurinni fannst það mjög smart og er búin að breiða út fagnaðarerindið... Hafið það gott öll sömul og við hér vonum að þið komið heim 6. feb en stofnið ekki lúxus kommúnu með farþegunum...

knús og kossar frá okkur öllum xxxxxx hlakka til að lesa meira....

bidda systir (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 16:36

7 identicon

Gaman að fylgjast með ykkur!

Pétur er samt golfari þó að hann fari ekki með kylfu og 2 kúlur út á golf-völl . Ég er með vinsamlega ábendingu þar sem þið eruð á leiðinni til Siem Reap. Við áttum djöfull gott kvöld á The Temple Club - the best Western Club in town!

Munið að fatan af vodka/red bull kostar aðeins 6 USD en það verður að drekka hratt úr henni svo baneitraður klakinn nái ekki að bráðna í fötunni. Þá koma rörin í góðar þarfir. Góða skemmtun og gangi ykkur vel!

Kári

Kári Kára (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Nine World Wonders. 13 Janúar til 6 Febrúar.

Höfundur

Áhöfn FI-1450
Áhöfn FI-1450
Áhöfn FI-1450 segir frá ferðalagi um heiminn.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...o_cairo_224
  • ...o_cairo_202
  • Z...z...zzz..zzzzzzzzzzzzzz
  • sjáðu sæta rassinn minn.....
  • ...o_cairo_168

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband