Samóa-Sidney

Við kvöddum Samóa með tár á hvarmi, hefðum gjarnan viljað vera lengur og ef að Úrval-Útsýn bætir eyjunni við áfangastaði sína eru 12 sæti þegar seld.  Hálftíma eftir flugtak flugum við yfir daglínuna, Siggi taldi niður, hann er snillingur í hátalarann og hefur BBC falast eftir að fá hann til starfa.  Berlind spilaði "Yesterday" a trompetinn og Vilborg stóð hjá með tárvot augu og hélt nótunum.  Enn og aftur trilltust farþegar af fögnuði. Við lentum í Sidney klukkutíma á undan áætlun, fórum í loftið á mánudegi og lentum 1.30 e.h. á þriðjudegi.  Við þurftum að undirbúa cabinuna vegna móttöku fyrir ástralska blaðamenn og ljósmyndara sem að voru að kynna sér starfsemi A&K, við rúlluðum því upp eins og öllu öðru sem að við gerum.  Gurrý og Óli voru tekin í sjónvarpsviðtal og stóðu sig frábærlega, Siggi fékk tár í augun yfir frammistöðu kollega síns og verður Gunnhildur á forsíðu bæklingsins í Ástraíu.

Vinnudagar okkar eru langir og vorum við ekki kominn upp á hótel fyrr en um kvöldmatarleiti.ð  Við hittumst með tölvurnar þvi að það er alltaf mikill spenningur að kíkja á bloggið og athuga með kveðjur frá vinum og vandamönnum.

Maggi matgæðingur fann frábæran veitingastað niður við höfn með útsýni yfir óperuhúsið og þó að danski arkitektinn, Jörn Utzon, sem að teiknaði Óperuna hafi aldrei litið hana augum vorum við Íslendingarnir agndofa.

Það var gott að leggjast á koddann eftir óvenju langan vinnudag.

Daginn eftir var farin hópferð í siglingu og er það Hödda flugvirkja að þakka að við týnum ekki hvort öðru vegna þess að hann hefur ótrúlega góða yfirsýn yfir hópinn og passar vel uppá okkur.

Um kvöldið skildust leiðir, Vilborg ofurreddari var með 2 boðsmiða á tónleikana með Björk og Ella menningarviti stóð fyrir hópferð í óperuna á La Boheme.

Jet settararnir fóru á tónleikana sem að voru haldnir undir berum himni við óperuna, ótrúlega tilkomumiklir en eftirpartýinu var sleppt vegna mikils aðskilnaðarkvíða.

La Boheme stóð undir væntingum þó svo að sumir hafi dottað.

Berlind og hinir strákarnir tóku að sér að smakka kengúrusteikur.  Urðu miklir fagnaðarfundir þegar að hópurinn sameinaðist á ný. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að heyra að allt gengur vel hjá ykkur!

Dásamleg mynd af þér Gurrý sæta og góða systir mín  Stóra systir á Íslandi brosir ekki alveg svona breitt þessa dagana, vegna stjórnmálanna í borginni. Þið ættum kannski bara að hugsa ykkur um áður en þið komið heim í þetta rugl sem hér er. Þetta er þó allavega villt eins og hjá ykkur...hí,hí,hí.

Við ætlum að bjóða Fönn með okkur í leikhús á sunnudaginn og hlökkum til.

Njótið lífsins áfram í botn, við fylgjumst spennt með.

Stórt knús!

Gréta Matt

Gréta Matthíasdóttir (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 23:41

2 identicon

Þið eruð snillingar! Skemmtilegt blogg og gaman að skoða myndirnar, treysti því að fá að sjá Berglindi einhverntíma ,live´ í múnderíngunni... spurning um páskaskeggjadans ásamt trompetspileríi á árshátíðinni 2009 hmmm?

Þarf ekki að segja ykkur að hafa það gott - held að það sé alveg borðliggjandi.

Hjartans kveðjur, Rósa fluffa.

Rósa Björk (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 23:57

3 identicon

Gurrý þu tekur þig vel út á Páskaeyjunni  Góða skemmtun og njóttu

Kveðja

Magga frænka

Magga frænka (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 09:09

4 identicon

Vá Gurrý, þú hefur þokkalega slegið í gegn hjá þessum innfæddu og bara orðin sjónvarpsdrottning í Ástralíu !  Það er greinilega alveg geggjað hjá ykkur.  Hér á klakanum er bara snjór snjór snjór og aftur snjór og allt við það sama fyrir utan þennan skrípaleik í borgarmálunum.  Það er GOTT að búa í Hafnarfirði hehe :)

Kv. Íris

Íris (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Nine World Wonders. 13 Janúar til 6 Febrúar.

Höfundur

Áhöfn FI-1450
Áhöfn FI-1450
Áhöfn FI-1450 segir frá ferðalagi um heiminn.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...o_cairo_224
  • ...o_cairo_202
  • Z...z...zzz..zzzzzzzzzzzzzz
  • sjáðu sæta rassinn minn.....
  • ...o_cairo_168

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband