19.1.2008 | 17:43
Páska(eggja)eyja.......
Páskaeyjan tók á móti okkur með erótískum dansi fáklæddra eyjaskeggja af báðum kynjum. Berglind og Gunnhildur slógu í gegn á sviðinu og óvíst er hvort að þær klári ferðina vegna tilboða sem að rigna yfir þær. Daginn eftir vöknuðum við við hanagal og fórum við í skoðunaferð um eyjuna landslagið ótrúlega líkt íslensku landslagi. Moai stytturnar eru magnaðar höggnar úr klettunum og látnar ganga niður að sjó, þær sem ná alla leið fá augu, munn, eyru og skraut. Okkur var boðið í lunch á ströndinni með farþegunum okkar og var okkur tekið opnum örmum og fannst þeim mikið upplifelsi að sjá okkur í "fötum". Þar var líka dansshow en dansararnir aðeins meira klæddir til þess að særa ekki blygðunarkennd viðkvæmra Ameríkana, hressustu dömurnar í hópnum laumuðust þó til þess að sýna myndir af berum bossum dansarana sem að þær höfðu tekið á showinu kvöldið áður. Flugmennirnir okkar hristu mjaðmirnar við mikinn fögnuð viðstaddra, ótrúlega flottir hafa greinilega verið að æfa sig í cockpitinu á leiðinni, Gurrý sló alveg í gegn umvafin karldönsurum. Eftir matinn fórum við í sjóinn og lékum okkur eins og börn í háum öldunum. Nokkrir farþegana fóru með okkur í sjóinn og sáum við aðeins meira af sumum þeirra en við vildum! Áhöfnin er orðin svo samrýmd að við þurfum bara tvö herbergi, eitt fyrir strákana og eitt fyrir stelpurnar. Við erum að tíja okkur til og leggjum af stað til Samoaeyja á eftir, það verður langur leggur en við sleppum við millilendingu. Kokkarnir okkar eru búnir að töfra fram frábæran matseðil og reiknum við með að slá ærlega í gegn, þó að sumir farþegana verði eflaust fyrir vonbrigðum með að við tökum ekki á móti þeim á sundfötunum. Sum okkar eru nokkuð rauðleit þrátt fyrir að okkar lífsreynda fyrsta freyja hafi varað fólk við sterkri sólinni. Það er kanski ekki nema von að fólk roðni þegar að sumir nota rakkrem í stað sólarvarnar.
Um bloggið
Nine World Wonders. 13 Janúar til 6 Febrúar.
Tenglar
Ferðatengill
Ferðatengill
- Áhöfn tvö Ferð áhafnar 2.
- Icelandair Icelandair
- Abercrombie&Kent Abercrombie&Kent
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er ekkert smá æfintýri.......verst að missa af dansinum hennar Berglindar - vesalings viðkvæmu Kanarnir
Óli G, (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 11:01
úúú Gurrý...dansandi umvafin karlmönnum...hehe! Hljómar vel hjá ykkur!
Birta (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 17:55
Langar að skila sérstakri kveðju til kafteins Óla Árna. Þið í áhöfninni eruð öfundsverð af því að hafa hann með í för, trúi því að danstaktar hans hafi slegið í gegn á páskaeyju. Góða skemmtun, fylgjumst með ævintýrinu ykkar,
kveðjur frá San Fran
Linda D. Ólafsd. (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 18:41
Sæl öll sömul!
Gaman að sjá hvað gengur vel hjá ykkur - maður þarf að vera létt klikkaður til að hafa ekki gaman af svona ævintýri
. Ég skal ekki segja með magadansinn hans Óla, get eiginlega ekki ímyndað mér það fyrirbæri. En það er ljóst að þið gefið vinnuveitandanum ýmsar hugmyndir fyrir komandi kjaraviðræður - samnýting hótelherbergja, ókeypis súludans flugmanna á meðan stelpurnar þjóna til borðs og 25 daga útilegur.
Hafið það sem allra best.
Kveðja, Kári Kára
Kári Kára (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 23:50
Góða kvöldið!
Mikið er gaman að fylgjast með ykkur og endilega setjið inn fleiri myndir!
EN!
Bara svo það sé á hreinu þá er þessi samnýting á hótelherbergjum ekki undir nokkrum kringumstæðum fordæmagefandi og heldur ekki lengd útiverunnar
Góða ferð!
Bestu kveðjur,
Sigrún Jónsdóttir
Sigrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 19:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.