17.1.2008 | 00:22
Lima, Perú.
Dagur 3 hófst með hópferð í perúska rammagerð þar sem við tókum út vöruúrvalið. Ponchoar, húfur og hattar voru mátaðir og við rétt að hita upp þegar flugstjórnarklefinn var farin að tvístíga fyrir utan. Þeir samt fljótir að átta sig og fengu sér ís og biðu þolinmóðir.
Hádegisverður var snæddur við sjóinn. Vilborg afmælisbarn fékk að njóta sín og um kvöldið hittumst við í afmæliskokteil á hótelinu. Berglind snillingur birtist eins og engill, böðuð ljósum og spilaði afmælissönginn á trompet eins og hún ein getur. Kvöldverður var snæddur út á sjó, þar sem öldur freyddu allt í kring og tólf rétta máltíð rann ljúft niður.
Dagur 4. Fórum í skoðunarferð um Lima borg að kokkunum undanskildum en þeir höfðu í nógu að snúast við undirbúning á næsta legg. Skemmtilegur leiðsögumaður leiddi okkur í allan sannleika um undur, gersemar Lima og sögu Perú. "Make me famous" sagði hún í hvert sinn sem við tókum mynd af henni. Skemmtilegur túr um helstu kirkjur, torg og katakompur í Lima borg. Rólegt kvöld framundan þar sem morgundagurinn er skipulagður. Vilborg þakkar fyrir góðar afmæliskveðjur og áhöfnin öll sömuleiðis fyrir góðar kveðjur.
Kærar kveðjur heim í snjóinn og endilega kvittið fyrir heimsóknina og sendið okkur línu.
Um bloggið
Nine World Wonders. 13 Janúar til 6 Febrúar.
Tenglar
Ferðatengill
Ferðatengill
- Áhöfn tvö Ferð áhafnar 2.
- Icelandair Icelandair
- Abercrombie&Kent Abercrombie&Kent
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir ferðalýsingu,við fylgjumst spennt með.Hér snjóar sem aldrei fyrr,"sagan" segir að börnin yngstu hafi sagt,hvað er þetta hvíta sem kemur úr himninum???? miklar andstæður hér og hjá ykkur.Hlakka til að fylgjast með og sjá MYNDIR.
Katrín (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 10:41
Hæ, þið endilega senda mér uppl. um báts dinnerinn. set.crew eða Vilborg með sms, þú ert m. nr.
Gaman að fylgjast með en helst myndir líka ég veit ég veit nóg að gera.
kv. Sigga Toll
sigga toll (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 13:32
Frábært að fylgjast með ykkur. Til lukku með afmælið Vilborg mín. Endilega senda myndir. Góða ferð áfram, skemmtið ykkur og haldið áfram að lifa lífinu lifandi. Varla annað hægt með svona hóp, mega flottur.
Kveðja Sigga Braga í dásamlegu vetrarríki heima
Sigríður V. Bragadóttir (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 17:18
Ég hefði nú vel getað hugsað mér að máta Ponchoa með ykkur. Þess í stað er helsta verkefni okkar hér í Reykjavík að skafa snjó af bílum og klofa snjó.
Gaman að fylgjast með ferð ykkar, bíðum spennt eftir myndum. Stórt knús til þín Gurrý mín og njótti nú lífsins í botn!
Gréta
Gréta Matthíasdóttir (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 17:30
Gaman að fá að fylgjast með en það mætti vera fleri myndir
Farið vel með ykkur og njótið í botn
PS. Yndislegur snór á Fróni og komið skíðafæri
Finnur
Finnur P. Fróðason (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 20:18
Hæ öll. Gaman að fá að fylgjast með ykkur og Vilborg mín til hamingju með afmælið. Ég er glöð að sjá að þið fóruð í Poncho leiðangur. Ég hefði viljað fá eitt svona eins og Ugly Betty gengur í...... GUADALAJARA !!!! Ég veit að það er mikið að gera, en elsku verið dugleg að taka myndir og senda. Hafið það rosa gott og ógeðslega góða skemmtun.
Habbý.
Hrafnhildur Kjartansdóttir (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 22:08
Hæ : ). Góða skemmtur á ferðinn !! Mikið skemmtilegt fyrir ykkur og meiri að koma.
Senda kveðju til Pétur Lentz fyrir mig frá Ólafur Thorberg í Boston.. takk!
Ólafur G Thorberg (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 01:42
Til lukku með daginn þinn Vilborg
Góða skemmtun öll! Knús og kveðja, Brynja G
Brynja Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 15:04
Halló öllsömul Icelandaircrewhringinníkringumheiminnþið....Bestu Pan Am kveðjur frá hitabeltislandinu í norðri og megi allar góðar vættir geyma ykkur á ferð ykkar um himingeiminn. Gott að vita að engum leiðist, því ef svo væri gæti endað með að ég kæmi og gerði allt vitlaust!!
Annars, áfram með smjörið og Pétur, slökktu á EFRAS og full thrust...
Kveðja, fólkið ruglaða á fjallinu.
Atli Thor (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 00:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.