Cairo–Keflavík

Dagurinn tekinn snemma, wake–up call kl. 3 að íslenskum tíma, útskýrir afhverju að við verðum svona þreytt þegar að við komum heim.  Við tókum á móti farþegunum okkar, sem að fengu rauða dregilinn upp að vélinni, í enn einu dressinu.  Við viljum vekja athygli á því að MAS hefur stofnað búningaleigu, búningar frá öllum heimshornum, fjaðrir frá páskaeyju, magadansdress frá Egyptalandi,indverskir búningar o.m.fl.  Farþegarnir okkar voru að vonum fegnir að koma um borð "their home in the skies", enda er Cairo borg sem að tekur mikið úr manni, allt tekur svo langan tíma, í þessari brjáluðu mannþröng! Við áttum 7 tíma flug fyrir höndum, sem að leið ótrúlega hratt.  Farþegarnir vildu mikið spjalla og lýsa ánægju sinni með okkur.  Þeir höfðu mikinn áhuga á hvað tæki við hjá okkur þegar að við mættum heim og höfðu gaman af því að skoða fjölskyldumyndir.  Það myndaðist gífurleg stemmning um borð þegar að við bárum fram eftirréttinn dansandi eftir ganginum í magadansmeyjadressum og varð einum farþega að orði hvort við værum ekki að taka smá sjens með svona marga eldri menn um borð, en það lifðu allir af og var mikið tekið af myndum.  Við höfðum hugsað okkur að taka mjög vel til í vélinni fyrir næstu áhöfn, en það var því miður lítill tími til þess. Eyjan okkar skartaði sínu fegursta þegar að við flugum yfir, snævi þakin og fengu farþegarnir okkar lágflug yfir Reykjavík og nágrenni, urðu þeir yfir sig hrifnir, enn og aftur hafði "cockpittið" slegið í gegn.

Áhöfn2 mætti um borð, fín og flott og var gott að knúsa þau og óska þeim góðrar ferðar. Þetta var hálfgert "dejavu", ekki svo langt síðan að við vorum í þeirra sporum.

Þegar að við komum inn í flugstöðina stóðu allir farþegarnir og farastjórarnir og klöppuðu fyrir okkur. Það mátti sjá tár á hvörmum farþega,farastjóra og áhafnar.  Það voru haldnar þvílíkar lofræður og ekki laust við að við í MAS yrðum hálf feimin.  Við kvöddum farþegana okkar og féllu mörg tár.

Við fórum öll upp í rútu til þess að kveðja Bassa, sem að býr í Keflavík og tóku Berglind og Bassi nokkrar myndir og enn og aftur hófst leitin að lokinu "Bassi hvar er lokið". Við þurftum að biðja um stærri rútu, búningarnir taka sitt pláss.  Þetta var stysta rútuferð milli Keflavíkur og Reykjavíkur sem að farin hefur verið.  Í Reykjavík biðu ástvinir okkar og urðu fagnaðarfundir.  

Áhöfn FI1450 þakkar fyrir sig og kveður. 


Cairo

Það mættu allir á jólahlaðborðið. Ákveðið hafði verið að æfa aðskilnað og fóru Óli, Siggi og Höddi í golf, Bassi og Maggi að vinna, Erna og Ella á markað, Gunnhildur, Vilborg, Berglind, Gurrý og Pétur í sólbað.  Sólbaðsliðið ákvað að skella sér á markaðinn seinnipartinn og þegar að þau gengu út af hótelinu lentu þau beint í flasinu á golfurunum. Það var troðið í taxann og tók aksturinn eygýpskar 10mínútur, allt gengur ótrúlega hægt í þessari borg. Voru sólardýrkendurnir alveg að tapa gleðinni, en það stóð nú ekki lengi og allir hressust þegar að ABBA, Money,money, money var spilað í útvarpinu og vel tekið undir. Heimurinn er nú ótrúlega lítill og við vorum ekki fyrr komin inn á þennan "risastóra" markað en að við gengum í flasið á Ellu og Ernu.  Það tók nú ekki langan tíma fyrir vel þjálfaða "sjoppara" að versla búninga, bakkaskraut, afmælisgjöf handa Bassa, mussur, skartgripi og ljós, klukkutíma stopp. Ella og Erna drifu sig á undan, áttu pantaðan bíl heim.  Sólardýrkendurnir áttu líka pantaðan bíl og mættu að sjálfsögðu á réttum tíma, búin að öllu. Á leiðinni upp á hótel var okkur litið út um gluggann á bílnum og viti menn í næsta bíl við hliðina voru Erna og Ella.  Við borðuðum öll saman síðustu kvöldmáltíðina á ítalska staðnum á hótelinu og sungum fyrir Bassa. Ljósin slökkt á heimavistinni kl. 22.00, þannig að sumir urðu eflaust að pakka við kertaljós. Á morgunn komum við heim, ef að veður leyfir og verður gott að hitta ástvini eftir langan aðskilnað, en það er ekki víst að þeir skilji allt sem að við segjum, svolítið um lokal húmor hjá MAS.  Takk fyrir allar kveðjurnar.

Kossar og knús

The mutual admiration society. 


Cairo

Dagurinn var tekinn snemma, mætt í árbít kl. 9.00. Þessi árbítur minnti frekar á jólahlaðborð en morgunverð.  Stefnan var tekin á pýramídana, lentum í miklum samningaviðræðum í ilmvatnsverksmiðju og enduðum með góðan díl á 12 úlföldum, gott að vera með fólki sem að hefur verið hér áður.  The mutual admiration society var mis hugrakt til að byrja með á úlfaldabaki, Gurrý og Vilborg voru frekar smeykar, en rúlluðu þessu upp eins og öllu öðru.  Það voru 4 í teymi, úlfaldinn hennar Vilborgar var ekki að fíla að vera síðastur, en róaðist þegar að hann var settur fremstur. Eini vankanturinn var að úlfaldinn hans Sigga var með kvef og sést það vel aftan á mussunni hennar Vilborgar. Úlfaldinn hennar Ellu var starfsmaður i þjálfun og var ekki að fíla djobbið.  Hann gjörsamlega trylltist og það þurftir 3 menn til að halda honum niðri, hann lagðist á jörðina og neitaði að hreyfa sig,enda nýkominn úr eyðimörkinni og óvanur íslenskum túristum. Ella og Gunnhildur tvímenntu meðan að úlfaldagreyið var að jafna sig.  Pétur og Berglind þurftu að prófa fleira en úlfalda og fóru á hestbak á þvílíkum gæðingum. Pýramídarnir eru stórfenglegir og tók 30 ár að hlaða hvern pýramída. 10 ár að flytja efnið á staðinn, 10 ár að höggva steinana og 10 ár að hlaða. hundraðir verkamanna létu lífið við framkvæmdirnar og eru grafir þeirra við rætur pýramídana. Við komumst klakklaust til byggða og hófst þá rútuferð á hótelið, hún tók ótrúlega langan tíma enda búa 25 milljónir Cairo og fann maður vel fyrir því. Við áttum frjálsan tíma til 18.45 en þá var hittingur hjá Bassa sem að á afmæli á morgunn en þarf að vinna og var ákveðið að halda upp á afmælið í dag.  Við fórum í dinnersiglingu á Níl með þvílíkum skemmtiatriðum, þ.á.m. magadansmær sem að færi ekki hærri einkunn en 4 hjá drengjunum.  Við fórum á diskótek á móti hótelinu og tók Gurrý völdin af diskótekaranum. Tjáði honum að hún væri með hóp eldri borgara frá Ískaldri eyju í norður Atlandshafi og þyrfti að fá að velja tónlistina sjálf.  Það myndaðist líka þessi gífurlega "Hollywoodstemmning" og komust við að því að meðlimir MAS eru frábærir dansarar. Eftir dansinn var haldið upp á hótel í ræðuhöld og sumarbústaðaleikinn.

 

 

 

 


Aqaba-Cairo

Það var kominn tími til þess að yfirgefa Jordaníu og halda til Cairo, næst síðasti leggurinn, ótrúlegt.  Við skelltum okkur í gallann og fengum okkur morgunverð.  Það var mikil öryggisgæsla á hótelinu og þurftum við hvert og eitt að benda á töskurnar okkar áður en þeim var hlaðið í bílinn. Alveg í stíl við það þegar að við tékkuðum inn, þá var sprengjuleit.  Við mættum út á völl og tókum til hendinni við að undirbúa komu gestanna.  Farþegarnir toppuðu okkur gjörsamlega þegar að þeir mættu um borð klæddir búningum, við vorum bara með höfuðfat.  Það myndaðist mikil stemmning um borð á þessu alltof stutta flugi, 50mín. Einn farþeginn okkar, kona sem að er ótrúlega flughrædd og við höfum að sjálfsögðu verið mjög góðar við, setti upp "suk" á lounginum, hún hafði keypt handa okkur skartgripi og máttum við allar velja okkur grip. Við lentum snemma í Cairo og eftir að farþegarnir voru farnir frá borði tókum við til í vélinni og gengum sérstaklega vel frá vegna þess að þetta var næst síðasti leggurinn. Við tókum til hendinni öll sem eitt undir dúndrandi diskómúsík og dönsuðum eftir vélinni, mikil stemmning, söngur og gleði, never a dull moment.  Við vorum komin snemma upp á hótel, hittumst í blogglestri allir nema Siggi sem að heldur uppi heiðri okkar og er sá eini sem að fer í ræktina.  Hann lenti í miklum ævintýrum við að komast í blogglestur eftir æfingu, ákvað að hann hefði kannski ekki tekið alveg nógu vel á því og notaði stigann til þess að komast niður á næstu hæð.  Það kunni ekki góðri lukku að stýra hann var fastur í stigaganginum, reyndi að ná sambani við okkur hin en það tala allir svo hátt að við heyrðum ekki í símanum, hann hringdi heim í DCO til að fá fleiri númer, en án árangurs.  Það eina sem hægt var að gera í stöðunni var að ganga niður 11 hæðir þar sem að hann gekk inn á starfsmenn í mötuneyti, heilsaði upp á þá með virktum, sagðist vera í vettvangskönnun, spurði til vegar í lobbýið og bað þá vel að lifa. Við vorum orðin mjög svöng og fórum á lokal stað, ótrúlega góður matur sem að við ræðumst á eins og hungraðir úlfar. Það var gott að skríða undir dúnsængina á góða hótelinu okkar.

Petra

Við mættum í morgunmat kl. 8.00 og borðuðum vel, því að við áttum langa ferð fyrir höndum til Petru. Við skiptum okkur í 3 bíla og lögðum af stað keyrðum yfir fjöllin sem að voru snævi þakin.  Fyrir bara 3 dögum síðan var ófært á milli Aqaba og Petru.  Við fórum í snjókast á fjallsbrúninni og lentu sumir boltarnir á  viðkvæmum líkamshlutum, Bassi er ótrúlega skotfastur.  Við þurftum að klæðast hverri mussunni yfir aðra til  þess að halda á okkur hita , þar sem að við gerðum ekki ráð fyrir að  lenda í vetrarhörku í þessari ferð.

Vilborg, Pétur og Gunnhildur lentu! saman í bíl og var Mohammed bílstjóri mjög skemmtilegur og fróður, var eðlis- og stærðfræði kennari áður en að hann gerðist leigubílstjóri. Hann hafði miklar áhyggjur af því að eiginmennirnir myndu falla fyrir húshjálpinni meðan að við færum hringinn, það væri allt betra en að falla fyrir eigin hendi. Við sannfærðum hann um að eiginmennirnir hefðu engan áhuga á Jurateu.  Siggi, Óli, Gurrý og Erna lentu í bíl með fyrrverandi öryggisverði konungfjölskyldunnar og fræddi hann þau um allt sem að snéri að þeirri góðu fjölskyldu.  Bassi, Berglind, Maggi og Höddi lentu í bíl með algerlega mállausum gaur og fræddumst ekki neitt.  Við komum til Petru eftir u.þ.b. 2ja tíma akstur, fengum okkur leiðsögumann, frekar fyndinn gaur með græna húfu, daðrari dauðans, en minnti frekar á hafnarverkamann en leiðsögumann.  Petra er eitt af undrum veraldrar og fylltumst við lotningu við að ganga í gegnum gilið.  Indiana Jones og Lawrence of Arabia voru teknar þar.  Tilkomumikil gljúfur og framhlíðar híbýla höggnar í bergið gerðu félagið algerlega orðlaust, aldrei þessu vant.

Ella var fjarri góðu gamni, þar sem að aðeins eru nokkrir mánuðir síðan að hún heimsótti Petru.  Hún átti góðan dag á hótelinu í sólbaði og spa-meðferðum.

Við hittumst á barnum til þess að fá okkur smá snarl, blogga og laga á okkur neglurnar. Búningar morgundagsins verða með einfaldara móti þar sem að þetta er bara 50 mínútna flug. Hvít höfuðföt að hætti innfæddra verða að duga í þetta sinn. Enda erum við farnar að sakna bláa ullarvaðmálsins!

 


Muscat-Aqaba

Við vorum vakin á óvenju kristilegum tíma.  Náðum að borða góðan morgunmat. Mættum út á völl og fórum í gegnum frekar mikla öryggisleit. Farþegarnir voru mjög ánægðir með okkur í dressunum sem að við urðum að kaupa í unglingastærðum því að konurnar hér verða að vera þannig klæddar að ekki móti fyrir neinum vexti. Farþegarnir eru ekkert sérstaklega hrifnir af bláu búningunum. Gurrý tók á móti þeim á groundinu með blæju fyrir andlitinu og fríkuðu þeir út í rútunni sem að keyrði þau að vélinni. það var mikil stemmning um borð og voru sumir búnir að búa sér til "hús" með því að stúka sætin sín af með slæðum, við tókum þátt í leiknum og lét Erna þau fá ljósaseríur til að skreyta híbýlin með. Þegar að við lentum í Jórdaníu fórum við í gegnum vélina til þess að finna út hvað er til og hvað vantar um borð. Talningin gekk vel enda eru drengirnir um borð ótrúlega liprir og ganga í öll störf! Við tékkuðum inn á yndislegt hótel, engir flutningar í þetta sinn.  Við höfðum ætlað okkur að hittast á ströndinni til þess að fara yfir daginn en veðrið var kannski ekki alveg að bjóða upp á það, vetur í Jórdaníu!!  Við hittumst í blogglestur á svölunum á einu herberginu og fórum síðan niður á veitingastaðinn á hótelinu til þess að fá okkur að borða. Bassi gekk í það að finna fyrir okkur transport til Petru. Við gerðum díl við þrjá leigubílstjóra sem að voru til í að keyra okkur til Petru og bíða eftir okkur, það er ekki boðið upp á skipulagðar skoðunarferðir svona um miðjan vetur. Gengu allir saddir og sælir til hvílu.

Taj Mahal-Muscat, Oman frh.

Við lentum í Muscat um kl. 16.00, þá var tekið til hendinni við að ná í það sem að vantaði úr belly og ganga frá vélinni, við fengum mjög góð þrif, Ajax og allur pakkinn.  Við vorum alsæl að vera laus svona snemma og sáum fyrir okkar góðan kvöldverð á hótelinu.  Steffí, hin þýska tók á móti okkur og talaði um japanskan mat og herlegheit og okkur hlakkaði ekkert smá til. Við bókuðum okkur inn á hótelið og fórum upp á herbergin okkar.  Gurrý, Gunnhildur og Vilborg voru með herbergi hlið við hlið, þegar að þær opnuðum inn á herbergin fengum þær bara hláturskast og ekki voru herbergin skárri á næstu hæð fyrir ofan eins og illa skreytt barnaherbergi.  Allir í áhöfninni voru sammála um að það væri ekki hægt að eyða nótt á þessu hóteli, enda skiptir þessi áhöfn ekki um herbergi heldur um hótel. Eftir símhringingar við A&K vorum við flutt á Radison SAS yndislegt hótel með frábærum rúmum og góðri aðstöðu. Þeir hjá A&K skoðuðu herbergin á hótelinu sem að við fórum á fyrst og voru miður sín og báðu okkur afsökunar, en þetta er í fyrsta skipti sem að þeir eru með ferð til Muscat og myndir af hótelum geta blekkt. Við snæddum kvöldverð á SAS og gengum síðan til hvílu, nema þeir allra hörðustu sem að kíktu út í garð.

Við hittumst í morgunmat, sem að var snæddur utandyra.  Eftir morgunmat fórum við í leigubílum í "súkið", þar var verslað silfur og aðrar gersemar. Súkkið angað af blöndu vanillu, reykelsi og safran, ekki sama fýlan og á markaðnum í Cambodíu.  Við hittum farþegana okkar og buðu þeir okkur til hádegisverðar niður við höfn, þeir vilja helst vera með okkur alltaf.  Við ákváðum að skoða gamla bæinn eftir hádegisverðinn og skiptumst í leigubíla.  Siggi, Óli, Gurrý og Vilborg lentu saman í bíl og voru ekki keyrð á sama stað og hinir en það var bara gróði þau sáu höllina og virkið og fengum mikinn fróðleik frá frábærum farastjóra sem að vissi allt um Márana og jós frá sér fróðleik (Óli). Að lokum sameinaðist hópurinn og komst að því að þau voru þá þegar búin að skoða gamla bæinn, höfðu eytt morgninum þar!

Gurrý lenti á trúnó með einum innfæddum meðan að hún beið eftir að stelpurnar keyptu réttu eyrnalokkana.  Akmed tjáði henni að það væri ekkert mál fyrir múslima að eiga ljóshærðar kærustur frá Evrópu. Hún fræddist um líf innfæddra og veit mikið meira en við hin.

Við kíktum aðeins aftur í súkið, alltaf hægt að bæta á sig nokkrum mussum og sjölum.  Við keyptum okkur búninga og drifum okkur síðan upp á hótel og settumst út í yndislegan hótelgarðinn.  Þar var bloggað og skemmtum við okkur við að lesa gestabókina, það verða allir sem að fá kveðjur svo innilega glaðir. 

Um kvöldið fórum við á besta lokal veitingastaðinn, Benatek, mælum með honum!! Búið að leggja á gólf fyrir 12.

Oman er ótrúlega mikil andstæða við Indland, hér keyra allir réttu megin á veginum og allt svo hreint og fínt, engir glæpir, lögreglan hefur ekkert að gera. Bænaköll heyrast úr moskum, , klæðast síðum kuflum og konur hylja sig með svörtum slæðum.


Taj Mahal

Það var p.u. kl 5.30. Hótelið lét morgunverðin byrja fyrr bara fyrir okkur, sem betur fer því að það er nú yfirleitt eina máltíð dagsins, það er ekki mikill tími til þess að borða á flugum sem þessum.  Við mætum um borð tveimur tímum á undan farþegunum og undirbúum allt fyrir daginn.  Farþegarnir fríkuðu út þegar að þau sáu okkur í sérsaumuðu dressunum okkar.  Dömurnar um borð vilja helst fá að vera með okkur í innkaupunum, finnst allt svo flott sem að við verslum.  Flugið til Taj Mahal var bara 40mín. og fengum við CPH-HAM flashback. Farþegarnir fóru frá borði í Agra og við drifum okkur að laga til, þannig að við gætum farið og skoðað Taj Mahal.  Höddi fórnaði sér fyrir málstaðinn og var eftir um borð.  Það er ótrúleg umferðarmenning á Indlandi öll faratæki hafa sama rétt og engar umferðarreglur "survival of the fittest" allir að berjast við að komast áfram í mikilli umferð þar sem ægir saman bifreiðum, rickshaw, kúm, geitum í vetrarpeysum og fílum.  Gunnhildur tók nú samt eftir því að kúm hafði fækkað síðan í fyrra.  Við þurftum að fara úr rútunni og keyra með rafmagnsbílum síðasta spölinn að Taj Mahal, það er verið að passa upp á að bílamengunin skaði ekki þessa mikilfenglegu byggingu.  Við fórum í gegnum mikla öryggisleit og gengum upp að höllinni.  Taj Mahal er stórfenglegt minnismerki sem að konungur á 15.öld lét reisa þegar að eiginkona hans lést af barnsförum eftir 12 barnið. Er þetta mesta ástarjátning sögunar, hann elskaði konu sína út af lífinu og hafði lofað henni á banabeðinu að reisa henni stórfenglegan minnisvarða og grafhýsi. Hann hafði hugsað sér að byggja svarta höll þar sem að hann myndi hvíla eftir sinn dag.  Honum tókst það aldrei þar sem að sonur hans steypti honum af stóli og setti hann í stofufangelsi á eyju við Taj Mahal. Eina útsýnið sem að hann hafði var út um pínulítinn glugga og aðeins sást yfir til Taj Mahal.  Hann hvílir nú við hlið konu sinnar. Við drifum okkur aftur út á völl, rétt náðum á undan farþegunum.  Kokteill dagsins á lounginum, sem að Erna og Maggi hristu saman, fékk nafnið "eternal love".  Eftir mataþjónustu var komið að því að tilkynna vinningshafann í samkeppninni um nafngift "loungins".  Vinningshafinn var Mr. O´Hara, einn af okkar uppáhalds farþegum.  Hann lærði nöfn okkar allra á fyrsta degi.  Hann kom með hugmyndina "10th wonder" sem að fékk einróma samþykki áhafnarinnar.  Verðlaunin voru Hávamál og sérhannaður Icelandair bolur sem að áhöfnin hafði skreytt og skrifað nöfnin sín á.  En bestu verðlaunin að hans mati voru kossarnir frá öllum stelpunum.

Indland

Við hittumst i morgunmat, allir frekar ósofnir, sumir komust seint til hvílu því að þeir þurftu að láta skipta á rúmunum vegna þess að það hafði greinilega einhver verið búin að kúra í bólinu. Hinir vöknuðu senmma við loftbora og mikinn umferðarnið. Það var mikið hlegið af stöðunni og við héldum að sjálfsögðu húmornum,enginn gat þó hugsað sér að gista þarna aðra nótt. Við áttum pantaða skoðunarferð um Jaipur. Það var frábær leiðsögumaður sem að mætti upp á hótel til okkar, hafði ótrúlega góða stjórn á "the mutual admiration society" við hlýddum öllu sem að hann sagði. Sá góði maður hefur gaman af bókalestri en þar sem bækur eru dýrar og ekki á hans færi að kaupa þær kennir hann fjórum sinnu í viku í háskólanum, eldra fólki og fær aðgang að bókasafninu að launum.
Vð keyrðum í gegnum bleiku borgina, gamli hlutinn í borginni málaður á 10 ára fresti og tekur 6 mánuði og 10.000 manns fá vinnu við það. Það er ótrúlegt að keyra um borgina kýr og fílar , allar búðirnar jafnstórar og fólkið býr fyrir ofan búðirnar í húsum með mismiklum þökum, börnin hlaupa um göturnar skítug upp fyrir haus en gleðin skín úr andlitunum. Oft sló þögn á hópin, því að ekkert hefði getað undirbúið okkur undir andstæðurnar sem að blöstu við, Kryddlykt af saffran og kóríandar og indverskum mat í bland við fýlu af rökkum og beljum og mannaúrgangi er erfitt að lýsa. Eymdin blasti við og lífsbaráttan hörð á þessum bletti heimsins þar sem mannslíf virðast minna metin. Vansköpuð börn eru gerð út á örkinni til að afla viðurværis og ágangur sölumanna, barna sem fullorðinna svo mikill að okkur stóð ekki alltaf á sama.
Á opnum jeppum, sem að keyrðu vægast sagt óvarlega fórum við upp fjallið sem að leiddi okkur að Amber Fort höllinni. Hún var reist af konungi sem að átti 12 konur sem að bjuggu hver fyrir sig í sér íbúð, það lágu leynigöng í hverja íbúð til þess að engin yrði abbó. Þar fyrir utan átti hann 97 frillur. Strákarnir í áhöfninni fékk glíju í augun við lýsingarnar.
Konungurinn þurfti að fórna tígrisdýri öðru hvor til þess að geta gagnast öllum þessum konum, strákarnir í áhöfninni köllluðu þetta "tiger power". Eftir höllina vorum við orðin svöng og báðum leiðsögumanninn um að fara með okkur á einhvern stað að borða. Það var mikið upplifun,leiðsögumaðurinn pantaði fyrir okkur matinn og hann var vægast sagt frábær. Eftir matinn fengum við þær gleðifréttir að A&K hefði litið við á hótelinu okkar og fannst það ekki boðlegt og það væri búið að finna annað hótel fyrir Við fórum í skartgripaverksmiðju, sumir misstu sig aðrir héldu kúlinu.
Eftir skartgripina fórum við fyfir götuna til þess að kaupa búninga, við völdum okkur lit og létum sauma á okkur, þeir lofuðu að senda þá upp á hótel fyrir k. 9. Við skoðuðum líka höllina sem að konungur nr. 40, valdalaus en vell auðugur,býr í það er eins og í Windsor ef að konungurinn er heima þá er flaggað og hann var að sjálfsögðu heima þegar að við mættum í heimsókn. Við komum upp á hótel seinnipartinn og pökkuðum niður og vorum keyrð a´nýja hótelið , þvílíkur munur hrein og fín herbergi og góðar móttökur, við borðuðum á hótelinu, girnilegt hlaðborð, við boðuðum vel og síðan fóru allir í koju. Áhöfn 2 ekki örvænta þið farið beint á góða hótelið. Kveðjur.

Siem Riep-Burma-Jaipur

Dagurinn var tekinn mjög snemma, hótelið byrjaði morgunmatinn fyrr bara fyrir okkur, núðlusúpan alltaf jafn góð. Við tókum á móti farþegunum í Cambodíudressum og féll það í góðan jarðveg og vorum við myndaðar í bak og fyrir.  Flugið til Burma var bara 1.30, við ákváðum að "demoa" og fylgdust farþegarnir mun betur með en þegar að myndbandið er sýnt.  Í Burma skelltum við okkur í touristadressin og fórum að skoða 2500 ára gamalt Búddahof. þ.e.a.s. allir nema Gunnhildur, Óli, Siggi og Höddi sem að vorum um borð til þess að passa vélina, það verður nú einhver að vinna. Það var mjög tilkomumikið allt í gulli og gersemum og þar ganga allir um berfættir á marmaranum, skór og sokkar bannaðir.  Þeir allra trúuðustu sitja á hækjum sér og biðja og nota til þess bænabönd með 108 perlum.  Við komum aftur um borð vel á undan farþegunum og gerðum allt tilbúið til þess að taka á móti þeim á ný. Við létum farþegana sjá um demoið þar sem að þetta var seinni leggurinn og þeir höfðu fylgst svo vel með á þeim fyrri. Þetta uppátæki vakti mikla kátínu og komust færri að en vildu, allir veltumst um af hlátri. Á leiðinni efndum við til samkeppni um nafnið á lounginum og var þátttakan mjög góð, við veljum sigurveran í Indlandi og tilkynnum vinningshafann á leiðinni til Oman. Við lentum í Jodpur eftir 4 tíma flug, farþegarnir fóru frá borði og eftir að  útlendinga- og tollaeftirlit voru búin að koma um borð flugum við til Jaipur, 30mín flug.  Við tékkuðum inn á hótelið og urðum vægast sagt fyrir miklum vonbrigðum því að öll hótelin sem að við höfum verið á hingað til  hafa verið afburða góð.  Við hittumst í samlokur og blogglestur.

Næsta síða »

Um bloggið

Nine World Wonders. 13 Janúar til 6 Febrúar.

Höfundur

Áhöfn FI-1450
Áhöfn FI-1450
Áhöfn FI-1450 segir frá ferðalagi um heiminn.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...o_cairo_224
  • ...o_cairo_202
  • Z...z...zzz..zzzzzzzzzzzzzz
  • sjáðu sæta rassinn minn.....
  • ...o_cairo_168

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband